fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fókus

Skandallinn sem skekur ríka og fína fólkið – „Eftir 2 ára framhjáhald með Russell Crowe læturðu eins og þú sért fórnarlambið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. desember 2021 22:30

Pörin voru bestu vinir og viðskiptafélagar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svakalegur skandall skekur heim ríka og fína fólksins í Sydney í Ástralíu um þessar mundir.

Ellie Aitken, 42 ára, er vel þekkt í hástéttasamfélagi borgarinnar. Hún segist ætla að hörfa úr sviðsljósinu um tíma eftir viðburðaríka helgi þar sem hún birti skjáskot af samskiptum sínum við fyrrverandi bestu vinkonu sína, sem er nýja kærasta eiginmanns hennar.

Ellie er gift Charlie Aitken, 48 ára, en hjónin voru vel þekkt ofurpar í Sydney. Charlie er stofnandi fjárfestingarfyrirtækisins Aitken Investment Management þar sem Ellie gegnir stjórnunarstöðu.

Ástralskir fjölmiðlar hafa fylgst náið með skandalnum. News.au birtir myndir af Ellie og Charlie frá síðustu helgi, þar sem Charlie er að sækja föt og aðrar eigur á fjölskylduheimili þeirra. Andrúmsloftið var spennuþrungið á meðan hann bar eigur sínar út.

Skjáskot/News.au

Í síðustu viku var greint frá því að eiginmaður hennar til nítján ára væri fluttur inn til nýju kærustu sinnar, og fyrrverandi bestu vinkonu hennar, Hollie Nasser, 36 ára.

Hollie er gift Christopher-John Nasser, kallaður CJ.

Vinir þeirra segja að þetta nýja samband hefði komið Ellie og CJ í „opna skjöldu.“ Í mörg ár voru pörin vinir, fóru saman í ferðalög og eyddu tíma með fjölskyldum hvors annars. Ekki nóg með að vera öll bestu vinir þá voru þau einnig viðskiptafélagar.

Heimildarmenn nánir báðum pörunum segja að barnapíutæki hefði spilað stóran þátt í að splundra Nasser hjónabandinu. Bæði pörin eiga ung börn.

Nokkrum dögum áður hafði Charlie Aitken staðfest að hjónaband hans og Ellie væri lokið og hann væri nú í nýju sambandi með Hollie Nasser.

Pörin voru miklir vinir og viðskiptafélagar.

Á sunnudagsmorgunn birti Ellie, og eyddi síðan, skjáskoti af samskiptum milli hennar og Hollie Nasser, sem er fyrrverandi besta vinkona hennar og núverandi kærasta Charlie.

„Ellie, það er engin ástæða fyrir okkur til að tala saman lengur. Ég trúi ekki að eftir tveggja ára framhjáhald með Russell Crowe… að þú látir eins og þú sért fórnarlambið og segir að ég eyðilagði fullkomna hjónabandið þitt,“ sagði Hollie Nasser.

„Elskan, ég var að horfa á hann þarna með hvítu gluggatjöldin á bak við sig, sem við tókum myndir af, á Facetime og hann sagði mér að hann væri þarna að borða pítsu. Og nei, ég stóð ekki í tveggja ára framhjáhaldi, ekki reyna að snúa þessu við á mig,“ svaraði Ellie.

Fyrrverandi vinkonunnar Hollie og Ellie.

Ellie eyddi fljótlega skjáskotinu og sagði: „Því miður var mér ýtt út á ystu nöf um helgina og afleiðingin var sú að ég gerði slæmar aðstæður verri með því að deila hugsunum mínum á samfélagsmiðlum.“

Hún sagðist jafnframt ætla að taka sér hlé frá sviðsljósinu og ætlar að hlúa að sjálfri sér og börnunum.

Ellie er enn í stjórnunarstöðu hjá Aitken Investment Management en CJ hefur sagt upp sinni stjórnunarstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm

Vikan á Instagram – Veiðiferð, skvísur á Formúlunni og alvöru stelpudjamm
Fókus
Í gær

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf

Gerður sendi Enok broslega pillu vegna athugasemdar hans um Birgittu Líf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu