fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Indíana setur af stað heilsuáskorun á aðventunni – „Ekki bíða með að huga að heilsunni fram í janúar“

Fókus
Fimmtudaginn 2. desember 2021 13:52

Indíana Nanna Jóhannsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indíana Nanna Jóhannsdóttir, einka- og hópþjálfari, lifir og hrærist í öllu því sem snýr að heilnæmum mat og heilsu. Hún á og rekur netþjálfunarfyrirtækið GoMove og heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún birtir uppskriftir og ýmiskonar innblástur til fólks að stuðla að bættri líðan.

Alþekkt er að Íslendingar flykkjast á líkamsræktarstöðvarnar strax á nýju ári – gjörsamlega bugaðir eftir ofgnótt af mat, drykk og sætindum yfir hátíðarnar. Athygli hefur því vakið að Indíana blæs snemma í herlúðra og fer að stað með heilsuáskorun á heldur óvenjulegum tíma – beint ofan í aðventuna.

„Markmiðið með áskoruninni er að hvetja nútímakonuna, sem hefur svo sannarlega mikið að gera, til að taka sér tíma til þess að hugsa um sjálfa sig í öllu amstrinu. Hún á það skilið að bíða ekki með þar til í janúar að huga að heilsunni. Það er er nefnilega alveg jafn mikilvægt í aðdraganda jólanna,“ segir Indíana.

Áskorunin hefst mánudaginn 6. desember og stendur yfir til og með 22. desember en með því að skrá sig þá fá þátttakendur aðgang að lokuðum Facebook-hóp sem Indíana heldur úti í kringum önnur námskeið sín.  „Þær sem taka þátt hafa aðgang alveg til áramóta sem þýðir daglegar uppskriftir, fróðleikur og hvatning frá mér og yfir 150 konum sem eru nú þegar í grúppunni,“ segir Indíana.

Því fer þó fjarri að áskorunin snúist bara um að púla í ræktinni. „Þetta snýst um að gera eitt af þessum þremur atriðum á hverjum degi. Hreyfa sig 30-60 mínútur, elda eða baka eitthvað ljúffengt eða að búa sér til gæðastundir.”

Segja má að sannkallaður jólaandi svífi yfir vötnum varðandi áskorunina því allt skráningargjald þátttakenda mun renna til Barnaspítala Hringsins. „Það má segja að verið sé að slá tvær flugur í einu höggi – huga að heilsunni og gera góðverk í leiðinni. Skráningargjaldið er 4.990 krónur og mun allt renna til þessa góða málaefnis. Viðtökurnar hafa verið afar góðar og ég hef því mjög metnaðarfull markmið varðandi söfnunina og hlakka til þess að greina frá því hver heildarupphæðin verður.“

Hægt er að skrá sig til leiks eða fá meiri upplýsingar með því að senda Indíönu skilaboð á Instgram (@indianajohanns) eða með því að senda tölvupóst á gomove@gomove.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”