fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Kanye West heitir því að endurheimta fjölskylduna með Kim Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 13:45

Kim Kardashian og Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanye West ætlar berjast fyrir fjölskyldu sinni. Hann gerði það ljóst í ræðu sem hann hélt í gær þar sem hann ræddi um mikilvægi þess að sameina fjölskyldur. E! News greinir frá.

Kanye og Kim Kardashian skildu að borði og sæng í byrjun árs. Þau eiga saman börnin North, Saint, Chicago og Psalm.

Fyrrverandi hjónin hafa verið óvenju mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið. Það var greint frá því í byrjun nóvember að Kanye væri kominn með 22 ára kærustu, fyrirsætuna Vinetriu. En það sem er búið að tröllríða fjölmiðlum vestanhafs er nýja ástarsamband Kim og grínistans Pete Davidson.

Kim og Pete hafa látið sjá sig opinberlega núna nokkrum sinnum þar sem þau haldast í hendur og virðast ekki fara leynt með það að þau séu að hittast. Margir velta því hins vegar fyrir sér hvort um svakalega markaðsbrellu sé að ræða.

Sama hvort það er þá er Kanye harðákveðinn að endurheimta fjölskyldu sína.

Viðurkennir mistök

„Þessi Þakkargjörðarhátíð er tíminn til að endurheimta fjölskyldur. Þetta snýst allt um að endurheimta fjölskyldur. Ég var svo hamingjusamur að vakna í morgun, að æfa og geta svo keyrt heim til mín og hitta eiginkonu mína og börnin mín. Já það er rétt. Ég sagði eiginkonu mína og börnin mín, og ég vil að allir biðji fyrir fjölskyldu minni.“

Kanye West viðurkenndi í ræðunni að hann hefur gert mistök. „Ég hef opinberlega gert hluti sem eru ekki eiginmanni sæmandi. En ég er hér til að breyta því,“ segir hann.

„Ég er að reyna að gera allt sem ég get til að laga aðstæður.“

Hann útskýrði að hann væri að reyna að tjá sig eins „rólega“ og „skynsamlega“ og hann gæti og að honum þykir mikilvægt að tala um þetta svo fólk skilji mikilvægi þess að sameina fjölskyldur.

„Ég er að segja þetta því ef óvinurinn getur aðskilið Kimye [innsk. blaðamanns: paranafn Kim og Kanye] þá mun milljónum fjölskyldna finnast það í lagi að skilja. Þegar Guð […] kemur Kimye aftur saman, þá sjá milljónir fjölskyldna það og að þær geti komist yfir erfiðleikana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt ofbeldi íslenskrar móður vekur óhug – „Það væri kannski bara best fyrir alla að þú myndir bara deyja“

Hrottalegt ofbeldi íslenskrar móður vekur óhug – „Það væri kannski bara best fyrir alla að þú myndir bara deyja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“

Kona föst í líkama 8 ára barns segir ástarlífið dapurt – „Ég laða bara að mér ræfla og aula“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022