fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Björn Ingi tók lífið föstum tökum – „Ef ég get þetta þá geta það allir”

Fókus
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur undanfarið verið á andlegu og líkamlegu ferðalagi þar sem hann breytti um lífsstíl og tókst þannig að losna undan of háum blóðþrýsting og streitu. Hann fer stuttlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á lífi hans í pistli á Facebook og boðar ítarlegri umfjöllun í væntanlegu hlaðvarpi hans sem mun kallast Björn Ingi á Viljanum.

„Örsaga úr hversdeginum #197: „Ef ég get þetta þá geta það allir”. Það varð margt til þess að ég tók heilsuna í gegn fyrir nokkrum árum. Ekki var hægt að bjóða lítilli dóttur minni upp á feitan pabba sem gæti ekki leikið við hana eða lifað með henni fram á fullorðinsár.“

Björn Ingi segir ferðalagið krefjandi fyrir mann sem hafi lengi glímt við kvilla á borð við háan blóðþrýsting og streitu. Það sé því ákveðið kraftaverk að sjá þann árangur sem hann hefur náð.

„Fyrir þann sem glímir of lengi við aukakíló, aukakvilla á borð við háan blóðþrýsting og of mikla streitu, er kraftaverk að sjá bumbuna hverfa og þróa þess í stað með sér kviðvöðva, geta farið án aðstoðar í upphýfingar, gert erfiðari tegundina af armbeygjum, fara í sjóböð, læra furðustellingar í jóga og hlaupa lengri vegalengdir eins og ekkert sé. Geta hætt á blóðþrýstingslyfjum og gerbreyta um lífsstíl.“

Hann segir að andlega heilsan skipti einnig miklu máli og þar hafi áfengisbindindið hjálpað mikið.

„Andlega heilsan er líka allt önnur og áfengisbindindið skiptir þar miklu máli. Í nýju hlaðvarpi (Björn Ingi á Viljanum) mun ég segja frá þessu andlega og líkamlega ferðalagi mínu og vonandi líta einhverjir á það sem hvatningu til góðra verka. Það er nefnilega allt hægt og aldrei of seint að byrja.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“