fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Fókus

Verðmiðinn á kaffibolla á veitingastað SaltBae það nýjasta til að vekja reiði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. október 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salt Bae hefur undanfarið orðið einn þekktasti matreiðslumaður heims. Nýstárleg aðferð hans við að skera steikur og salta þær kom honum rækilega á kortið árið 2017 þegar myndband af því fór sem eldur í sinu um netheima og hefur hann síðan þá verið þekktur sem undir nafninu Salt Bae.

Salt Bae á hlut í steikhúsum um allan heim sem njóta mikilla vinsælda meðal ríka og fræga fólksins. En þú þarft að vera ansi loðinn um lófanna til að hafa efni á matnum hans Salt Bae.

Fyrir stuttu greindi breska sjónvarpsstjarnan Gemma Collins frá því að hún hefði fengið áfall eftir að hafa borgað rúmlega 250 þúsund krónur fyrir steik á nýja veitingastað Salt Bae í London.

Sjá einnig: Fékk áfall og varð „óglatt“ þegar hún fékk reikninginn frá Salt Bae

Það eru ekki aðeins steikurnar sem eru með ævintýralegan verðmiða að mati margra. Kaffibollinn kostar þig um 8900 krónur.

Þetta er enginn venjulegur kaffibolli, hann kallast „GOLDEN CAPPUCINO“, og já skrifað með hástöfum.

Einn viðskiptavinur deildi mynd af kvittuninni sinni. Máltíðin í heild sinni kostaði hann rétt rúmlega 400 þúsund krónur.

Salt Bae opnaði staðinn þann 23. september og síðan þá hafa netverjar verið duglegir að gagnrýna verð á mat og drykk. Aðrir koma staðnum til varnar og segja einfaldlega: „Ef þú hefur ekki efni á því, ekki kaupa það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman
Fókus
Í gær

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag
Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart

Sjáðu myndirnar: Madonna braut reglu Instagram – Lét sjást í forboðinn líkamspart
Fókus
Í gær

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á nýja jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal

Hlustaðu á nýja jólalagið hennar Ragnheiðar Gröndal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“

Ekkert lát á kynlífsjátningum Will Smiths og aðdáendur komnir með nóg – „Ég stundaði kynlíf með svo mörgum konum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“