fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Brúðguminn hélt framhjá en hún ákvað að afbóka ekki ljósmyndarann – Útkoman stórkostleg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 16:00

Myndin tengist greininni ekki beint. Mynd/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilvonandi brúður aflýsti brúðkaupinu þegar hún komst að því að unnustinn hefði haldið framhjá. Hún ákvað samt að aflýsa ekki öllum pakkanum og nýtti sér ljósmyndarann sem átti að taka myndir af brúðhjónunum á stóra deginum.

Meredith Mata, 27 ára, varð eyðilögð þegar hún komst að því að kærasti sinn til fjögurra ára hefði haldið framhjá sér. Parið ætlaði að gifta sig og var búið að skipuleggja brúðkaupsdaginn, leigja sal og bóka ljósmyndara.

Eins og samband þeirra fór brúðkaupsdagurinn í ruslið þegar Meredith komst að því að unnustinn hefði verið henni ótrúr.

Hún ákvað að afbóka ekki ljósmyndarann heldur fara í myndatöku fyrir sig sjálfa. Í samtali við News.au segir hún það hafa snúist um að finna „styrk og fegurð“ í aðstæðum sem voru erfiðar.

Myndir/Caters News

„Eitthvað eins og þetta gefur konum tækifæri til að klæða sig upp og gera eitthvað skemmtilegt frekar en að vera í eymd og volæði,“ segir hún.

„Ég hef séð skilnaðarpartý og myndatöku þar sem brúður eyðileggur brúðkaupskjólinn og mér hefur alltaf þótt það töff en datt aldrei í hug að ég myndi vera í þessum aðstæðum.“

Meredith viðurkennir að hún vissulega vildi að myndatakan væri valdeflandi en ákvað að eyðileggja ekki brúðkaupskjólinn sem kostaði rúmlega 500 þúsund krónur. Hún keypti annan kjól, sem hana langaði upphaflega í en unnustinn sagði að væri of „djarfur.“ Hann kostaði 36 þúsund krónur.

„Ég var ekki mjög sorgmædd þegar ég fór í brúðarkjólinn. Ég var bara spennt og smá stressuð, en þetta var ótrúlega valdeflandi,“ segir hún. „Mér fannst ég falleg og algjör töffari.“

Vinkonur Meredith studdu hana í einu og öllu og hjálpuðu henni með myndatökuna. Sjáðu myndirnar hér að neðan.

Myndir/Caters News
Myndir/Caters News
Myndir/Caters News
Myndir/Caters News
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur