fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 11:32

Íbúar kynlífsklúbbsins. Myndir/New York Post

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að íbúar svokallaðra „kynlífshúsa“ í Brooklyn í Bandaríkjunum séu orðnir gramir eftir tíu mánaða samkomubann.

„Ég myndi gefa vinstra eista mitt til að komast í orgíu,“ segir Kenneth Play, annar stofnandi Hacienda Villa, í samtali við New York Post.

Hann er einn af rúmlega þrjátíu íbúum, á aldrinum 20-45 ára, sem búa í þremur húsum í eigu Hacienda kynlífsklúbbsins. Húsin eru Villa-húsið, Lodge-húsið og Tower-húsið. Að íbúum húsanna meðtöldum eru 700 meðlimir í klúbbnum.

Innlit í eitt húsanna. Myndir/New York Post

Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á héldu íbúar orgíu um einu til tvisvar sinnum í mánuði. Hundruðir klúbbmeðlima mættu í svöllin, döðruðu, fóru í heitan pott og skemmtu sér saman. Hver íbúi hefur sitt eigið herbergi, en þeir deila svo eldhúsi, stofu og baðherbergjum.

Árið 2019 hélt klúbburinn nítján orgíur og 45 aðra viðburði. Í fyrra tókst þeim aðeins að halda fimm orgíur áður en Covid setti strik í reikninginn.

„Kynferðisleg einangrun er mjög erfið,“ segir Violet, íbúi kynlífsklúbbsins í samtali við NY Post. „Við gátum ekki einu sinni hitt nýtt fólk, þannig það var mikil aukning á sjálfsánægju.“

Maður, sem kýs að koma í skjóli nafnleyndar og kallar sig „Mr Play“ segir: „Árið 2019 átti ég um hundrað elskhuga, árið 2020 var sú tala um fimm.“

Myndir frá Hacienda kynlífsklúbbnum. Myndir/New York Post

Reglur

Kynlífshúsin eru hvert með sínar reglur. Í Villa-húsinu mega herbergisfélagar ekki stunda kynlíf saman. En það er engin slík regla í Lodge-húsinu.

Starfsstéttir íbúanna eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Þeir vinna meðal annars í fasteignageiranum, fjármálageiranum, markaðsmálum, listheiminum, heilbrigðisgeiranum og verkfæraverslun.

Covid hafði þó áhrif á íbúa húsanna sem voru ósammála um hvaða skref þyrfti að taka til að tryggja öryggi allra. Það endaði með því að tveir íbúar fluttu í burtu.

Það er enn leyfilegt að fá gesti, til að stunda kynlíf með eða eitthvað annað, en íbúar eiga að fara varlega og gæta öryggis eftir bestu getu.

Mynd úr partý á vegum klúbbsins. Myndir/New York Post

Þetta hefur þó reynst íbúunum afar erfitt.

„Þegar þú ert með hóp af félagsfiðrildum sem njóta þess að stunda kynlíf, þá er samkomubann einstaklega erfitt,“ segir Mr Play.

Fólk innan senunnar hefur leitað ýmissa leiða til að eiga skyndikynni og fara í orgíur. Sumir hafa farið til Mexíkó, þar sem reglur eru ekki eins strangar, aðrir hafa farið í upphéruð New York eftir að hafa fengið neikvætt úr Covid prófi.

Mynd úr partýi klúbbsins. Myndir/New York Post

„Síðasta ár hefur verið einangrandi og ég hef saknað þess að vera snert,“ segir ein kona sem fór í slíka orgíu. „Sem betur fer var ég snert, mikið, þessa helgi.“

Hacienda kynlífsklúbburinn hefur gripið til sinna ráða, haldið orgíur á netinu og boðið upp á nektarjóga á netinu.

Meðlimirnir horfa björtum augum til framtíðarinnar í von um að þau geti fljótlega farið að skemmta sér að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir