Guðmundur Þórarinsson, landsliðsmaður í fótbolta, opinberaði ástina á Instagram í gærkvöldi. Sú heppna heitir Guðbjörg Ósk Einarsdóttir.
Það var Guðbjörg sem birti mynd af sér og Guðmundi á Instagram, en hann deildi henni í kjölfarið og setti kyssubroskall við hana.
Guðmundur er einnig þekktur sem Gummi Tóta. Hann spilar með New York City FC í bandarísku MLS-deildinni, og einnig með íslenska karlalandsliðinu, en hann var í byrjunarliði þess í leiknum gegn Rúmeníu í vikunni. Auk þess hefur Guðmundur gefið út nokkur lög sem hafa slegið í gegn.
Hér fyrir neðan má sjá mydnina sem Guðbjörg deildi af sér og Guðmundi:
View this post on Instagram
Fókus óskar þeim til hamingju með ástina!