fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Mæðgur selja kynlífstæki saman – „Þegar ég vil slaka á þá sæki ég frekar titrarann minn“

Fókus
Mánudaginn 2. ágúst 2021 21:30

Lesley Cragg - Skjáskot/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesley Cragg hefur verið einhleyp síðan í nóvember árið 2019. Það að vera einhleyp lét hana þó ekki stöðva sig í að fá fullnægingu en í gegnum samkomutakmarkanirnar hefur hún einbeitt sér að því að fá fullnægingu með sjálfri sér.

Lesley, sem er 38 ára gömul, er á þeirri skoðun að allar konur, bæði þær sem eru einhleypar og þær sem eru í sambandi, eigi að geta fullnægt sjálfri sér. „Ég er einhleyp og það var smá martröð í samkomutakmörkununum,“ segir Lesley í samtali við The Sun.

„En ég náði að breyta því sem var neikvætt í eitthvað jákvætt. Þessi reynsla að vera ein heima var algjör vendipunktur þegar kemur að sjálfsfróun og sambandi mínu við líkamann minn. Því ef ég gat ekki fullnægt sjálfri mér, hver annar á þá að gera það?“

Hún segir að það að stunda sjálfsfróun og ná reglulega hámarki með titrara hafi verið valdeflandi. Henni fannst hún taka stjórnina í þessum stóra og mikilvæga hlut lífsins.

Velur titrarann yfir vínflöskuna

Lesley er þessa stundina með markmið, hún vill hjálpa konum að komast á sama stað og hún. „Ég myndi ekki segja að ég sé kynlífsóð manneskja en ég er ánægð að segja að ég nota kynlífstæki reglulega,“ segir Lesley en hún ákvað nýverið að byrja sjálf að selja hjálpartæki ástarlífsins. „Þú þarft ekki mann til að fá fullnægingu,“ segir hún og ítrekar mikilvægi þess að fá fullnægingu.

Þá vill Lesley meina að fullnægingar hafi virkilega jákvæð áhrif á geðheilsuna. „Það hljómar kannski eins og það sé klikkað en það er satt. Ef ég er búin að vera að vinna á fullu þá þarf ég leið til að róa mig niður,“ segir hún. „Þegar ég vil slaka á þá sæki ég frekar titrarann minn heldur en vínflöskuna. Ég nota fullnægingar til að hjálpa mér að ná núvitund.“

Mæðgin selja kynlífstæki saman

En Lesley er ekki sú eina í fjölskyldunni sem selur titrara og önnur kynlífstæki. 17 ára dóttir hennar, Charlie, vinnur nefnilega með móður sinni sem lærlingur. Það er því ekki bara rætt um kynlífstækin á skrifstofunni heldur einnig heima við. „Það er mikilvægt fyrir mig – og hana – að hún skilji hvernig hún getur látið sjálfri sér líða vel og að hún þurfi ekki karlmann til að gera það,“ segir Lesley.

Hún er staðráðin í því að konur á öllum aldri viti af kostum kynlífstækja. „Árið er 2021 og það á ekki að vera neitt vandræðalegt við kynlífstæki. Þau hjálpa manni að fá magnaðar fullnægingar. Hvernig er ekki hægt að elska það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki