fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Netverjar furða sig á ströngum reglum frá brúðarskrímsli – Guð minn góður hvað hún hlýtur að vera grunnhyggin“

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilaboð frá brúðhjónum nokkrum hefur vakið mikla athygli á netinu en í skilaboðunum má finna langan lista af reglum sem gestir eiga að fylgja. Skilaboðin eru sögð koma frá aðilanum sem skipulagði brúðkaupið en margir telja ljóst að það séu í raun brúðhjónin sem lögðu þessar línur. Margir telja þetta merki um að brúðurin sé svonefnt „brúðarskrímsi“ (e. bridezilla) en það nafn er notað yfir brúði sem gleymir öllum kurteisisreglum í aðdraganda brúðkaupsins.

„Reglur og leiðbeiningar

  1. Vinsamlegast mætið 15-30 mínútum fyrir auglýstan tíma
  2. Vinsamlegast EKKI klæðast hvítu, kremuðu, eða beinlituðu.
  3. Vinsamlegast ekki vera með aðra hárgreiðslu en en klassískt stutt hár eða tagl
  4. Vinsamlegast ekki vera of mikið máluð
  5. Ekki taka upp myndskeið á meðan á athöfninni stendur
  6. Vinsamlegast ekki birta neitt á Facebook þar til leyfi er gefið
  7. Notið myllumerkið #X þegar þið deilið myndum
  8. ALLS EKKI TALA VIÐ BRÚÐINA
  9. Allir munu skála með Rémy. Engar undantekningar
  10. Síðast en ekki síst þá verða allir að koma með gjöf sem kostar 10 þúsund eða meira til að komast inn í brúðkaupið. „

Listinn fékk harða útreið í athugasemdakerfum reddit.

„Þessi listi virkar vel til að fá fólk til að vilja ekki tala við brúðina,“ skrifaði einn.

„Ímyndaðu þér að vera svo óörugg að þú vilt ekki að fólk sé farðað eða með flotta hárgreiðslu í brúðkaupinu,“ skrifar annar.

Einn einn skrifar: „Guð minn góður hvað hún hlýtur að vera grunnhyggin og óörugg fyrst hún telur sig þurfa að ganga svona langt. Aumingja verðandi eiginmaðurinn. Ég myndi ekki mæta í þetta brúðkaup ef mér hefði verið boðið – hver í fjandanum heldur hún að hún sé?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu