fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Tók sér 7 ár í að taka til í „bakpokanum“ og kennir nú börnum að setja mörk – „Í sveitinni heima átti ég ósýnilega vini sem bjuggu í steinunum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 11:45

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnrún Magnúsdóttir, leikskólakennari, segir að öll berum við bakpoka á bakinu sem við fyllum af lífsreynslu, góðri og slæmri. Það sé mikilvægt að taka til í bakpokanum ef innihald hans er komið í óefni. Þetta þekkir Arnrún af eigin reynslu og miðlar nú þekkingu sinni áfram til næstu kynslóðar, en hún kennir leikskólabörnum að setja heilbrigð mörk.

„Þau tilfelli þar sem fólk tekur til í bakpokanum öðlast nýtt líf, frelsi og styrk til að lifa lífinu lifandi. Staðreyndin er sú að sama hversu góð við erum að leika „Pollyönnu“ og brosa, skuldadagar skella á, stundum algjörlega óvænt,“ skrifar Arnrún í pistli sem birtist hjá Heilsutorg.is .

Arnrún ólst upp í sveit og fór ekki í leikskóla.

„Fyrri hluta ævinnar var sjálfsmynd mín slök. Ég hafði ekki skoðun á því hvernig ég átti að vera, líta út, klippa á mér hárið, vaxtarlagið var þétt. Ég valdi að láta foreldra og systur mínar um þessar ákvarðanir fyrir mig. Afmælisdagarnir erfiðustu dagar ársins og myndatökur voru mín mesta hrollvekja.“

Það tók hana mörg ár að átta sig á að hún væri meðvirk.

„Ég átti erfitt með að setja mörk gagnvart flestum í kringum mig. Í sveitinni heima átti ég ósýnilega vini sem bjuggu í steinunum þau Birnu og Bjössa. Tíkin mín hún Trilla, var mér eins og systir, hún hafði allt sem ég þurfti á þessum árum. Þær fyrirmyndir sem ég hafði var ég ákveðin í að fylgja ekki. 16 ára flutti ég að heiman, byrjaði að búa með eiginmanni mínum Friðrik V. Segja má að við hjónin höfum alið hvort annað upp, eflt og styrkt þar sem bakpokar okkar eru ólíkir.“

Arnrún segir að allir hafi eitthvað í bakpoka sínum sem þurfi að skoða, henda og/eða endurraða.

„Og er ég engin undantekning þar. Það tók mig 7 ár hjá sálfræðing, mikið óskaplega er ég þakklát þeirri sjálfsvinnu. Að ég hafi ekki gengið út úr biðstofunni fyrir fyrsta tímann, þar sem fyrsta skrefið reyndist mér mjög erfitt. „

Manneskjan er tilfinningavera og þegar erfið lífsreynsla banki á dyrnar geti samskipti og viðbrögð snúist upp í andhverfu sína.

„Það er þekkt að slæma lífsreynslu er hægt að grafa svo djúpt í mannssálina að hún virðist algjörlega gleymd, þangað til að einn daginn skellur hún upp á ólíklegasta tíma. Með leyfi vitna ég í bókina Barnið í garðinum. Þar sem hræðilegt ofbeldi var grafið í sálina, kom ekki í ljós fyrr en tugum árum seinna þegar þolandi ofbeldisins fór að vinna í samskonar máli fyrir skjólstæðing sinn. Við það var eins og kveikt hafi verið á öllum tilfinningum og atburðir virtust ljóslifandi. „

Arnrún telur mikilvægt að kenna börnum að setja mörk og ekki síður sé mikilvægt fyrir starfsfólk sem vinnur með börn að þau líti í sína eigin bakpoka og sjái hvort ekki sé allt með felldu þar.

Starfsmenn fari reglulega í skyndihjálparnámskeið og ættu líka að vera þjálfaðir í réttum viðbrögðum ef alvarleg tilvik koma upp í lífi barnanna sem þeir sinna. Börn sem þekki heilbrigð mörk og samskipti séu líka líklegri til að segja frá þegar aðstæður í lífi þeirra fari yfir mörkin.

„Mín skoðun er sú að öll skólastig ættu að vera með, sýnilega, markvissa forvarnaráætlun gegn ofbeldi að auki aðgerðaáætlun ef grunur um ofbeldi og/eða vanrækslu. Þessar áætlanir væru endurskoðaðar reglulega og kynntar nýju starfsfólki. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður