fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þessar heimsþekktu stjörnur bjóða upp á ódýrari afmæliskveðjur en íslensku stjörnurnar

Fókus
Fimmtudaginn 24. júní 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinilegt er að íslenska þjóðin er á báðum áttum varðandi skoðun sína á framtakinu Boomerang.is þar sem hægt er að kaupa rafrænar kveðjur á myndbandsformi frá íslenskum stjörnum. Viðskiptamódelið þekkist víða erlendis en spurningin er hvort að það gangi upp í örsamfélaginu hérlendis þar sem að allir eru skyldir öllum.

Algengasta verðið fyrir kveðju frá íslenskri stjörnu er 15 þúsund krónur þó að Geir Ólafs hafi lesið markaðinn þannig að hálf milljón væri sanngjarnt verð . Reiði viðskiptavinur fram 15.000 þúsund krónur má búast við glóðvolgu myndbandi frá Ásdísi Rán, Ásgeiri Kolbeins, Fjölni Þorgeirs nú eða Einari Bárða svo dæmi séu tekin. Eins og áður segir er um þekkta viðskiptahugmynd að ræða og ein stærsta síðan sem sérhæfir sig í slíkum kveðjum er Cameo. Þar er hægt að kaupa kveðjur frá heimsþekktum stjörnum og virðist gullkálfurinn Floyd Maywether feta í fótspor gullbarkans Geirs með því að vera sá dýrasti inná síðunni en stutt kveðja frá kappanum kostar litla 10 þúsund dollara eða rúmar 1,2 milljónir króna.

Það eru þó margar heimsþekktar stjörnur sem eru mun ódýrari en íslensku stjörnurnar og Fókus tók saman nokkur dæmi.

John Ratzenberger

14.800 krónur: Hann er þekkastur fyrir hlutverk sitt sem Cliff Clavin í sjónvarpsþáttunum Cheers. Hann hefur síðan átt velgegni að fagna við að talsetja teiknimyndir og hefur landað hlutverkum í Toy Story, Finding Nemo og Coco svo einhverjar séu nefndar.

Eric Roberts

12.900 kr: Eric hefur kannski ekki náð sömu hæðum og systir hans, Julia, en hann hefur þó hlotið tilnefningar til Golden Globe- og Óskarsverðlauna. Þá leikur hann iðulega illmenni.

Malcolm McDowell

12.300 kr: Frægðarsól Malcolm McDowell hefur aðeins fallið en hann er þekktastur fyrir aðalhlutverkið í kvikmynd Stanley Kubrick – A Clockwork Orange.

Isaiah Washington

12.300 kr: Washington er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Preston Burke í Grey´s Anatomy auk þess sem hann hefur leikið í fjöldanum öllum af þekktum kvikmyndum.

Jake Busey

12.200 kr. Jake Busey átti stórleik í cult-myndinni Starship Troopers auk þess sem hann er sonur stórleikarans Gary Busey.

Anne Heche

12.300 kr: Anne Heche var stórstjarna undir lok síðustu aldar. Ekki bara fyrir leik sinn í fjölmörgum stórmyndum heldur ekki síður samband sitt við Ellen DeGeneres sem slúðurpressan smjattaði á.

Natasha Henstridge

12.300: Ofurfyrirsætan söðlaði um og skellti sér út í kvikmyndaleik eftir farsælan feril á tískupöllunum.

Samantha Fox

10.450: Breska söngkonan Samantha Fox átti hug og hjörtu ungra sveina um allan heim á áttunda áratuginum og hefur því verið fleygt fram að hún hafi verið mest ljósmyndaði einstaklingur áratugarins.

Mara Wilson

9.800 kr. Ferillinn hjá barnastjörnunni úr Matildu og fleiri þekktum myndum hefur kannski ekki náð því flugi sem vænst var til. Hún hætti að leika um tíma til að einbeita sér að skrifum en ákvað fyrir nokkrum árum að reyna fyrir sér aftur í leiklistinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar