fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Geir Ólafsson sprengir upp kveðjumarkaðinn – Rukkar hálfa milljón fyrir stakt myndband

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 12:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan Boomerang hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu en nú er vefsíðan komin í loftið að fullu. Á vefsíðunni er hægt að borga frægum Íslendingum fyrir persónulegar kveðjur en kveðjurnar kosta flestar í kringum 10-15 þúsund krónur.

DV fjallaði um verðin á vefsíðunni í gær. Var þá tekið fram að hæsta verðið fyrir kveðju á síðunni væri 30 þúsund krónur en það var fyrir kveðju frá tónlistarmanninum Mugison. Nú virðist vera sem tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson hafi ákveðið að sprengja upp kveðjumarkaðinn því verðið á kveðju frá honum hefur hækkað úr 15 þúsund krónum og upp í 500 þúsund krónur.

Í samtali við DV segir Geir að allar tekjur af kveðjukaupunum muni renna til góðgerðarmála fyrir börn. „Börn eru ofarlega í huga mínum og ég vil styrkja þau. Ég mun nota allan þann pening í að styrkja þau,“ segir hann.

„Maður á að nota svona vettvang í öðrum tillgangi en til að græða á því sjálfur. Þetta er alveg kjörið tækifæri fyrir stóra hópa að taka þátt í þessu,“ segir Geir og tekur fram að hann mun vanda til verka og sjá til þess að þeir sem kaupi kveðjur af honum verði ánægðir.

Skjáskot af Boomerang.is

Jón Bjarni, ein skærasta Twitter-stjarna landsins um þessar mundir, er á meðal þeirra sem hafa vakið athygli á hækkuninni á kveðju frá Geir. Jón benti á það að kveðja frá tónlistarmanninum kostar jafn mikið og notuð mjólkurhristingsvél á Bland.is.

Á Boomerang má að sjálfsögðu finna fleira íslenkst frægt fólk. Fólkið skiptist í fjóra flokka á síðunni, áhrifavalda, tónlistarfólk, íþróttafólk og fjölmiðlafólk. Alls er hægt að kaupa kveðjur frá 49 frægum Íslendingum á síðunni. Má þar til að mynda nefna Mugison, Birgittu Haukdal, Ingó Veðurguð, Egil Ploder, Heiðar Helguson, Birgittu Líf og Ásdísi Rán.

Sjá einnig: Sjáðu hvað kveðjurnar frá fræga fólkinu á Íslandi kosta – Mugison dýrastur en Höfðinginn kostar klink

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar