fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Felix klífur upp metorðastiga Eurovision

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 17:53

Felix Bergsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og fjöllistamaðurinn Felix Bergsson hóf kjörtímabil sitt í stjórn Eurovision-keppninnar formlega á fundi í Genf fyrr í dag en hann var kjörinn í stjórn keppninnar í mars á þessu ári. Frá þessum tíðindum greinir Felix í færslu á Facebook-síðu sinni. Í henni kemur fram að hann hafi unnið við keppnina undanfarin áratug og tekið að sér fjölbreytt störf, meðal annars sem blaðafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri og svo síðustu ár sem fararstjóri íslenska hópsins.

„Á þessum tíma hef ég kynnst mögnuðum hópi fólks allsstaðar að úr heiminum, frábærum listamönnum og samstarfsfólki þeirra, sjónvarpsmönum, fjölskyldum, aðdáendum og blaðamönnum sem sameinast í ást sinni á þessari magnaða og síunga viðburði sem sameinar þjóðir og sálir.
Og nú eru enn tímamót því mars var ég kosinn fyrir hönd okkar fararstjóranna í stjórn Eurovision keppninnar sem kallast Reference Group (við kjósum þrjá úr okkar rúmlega 40 manna hópi) og kjörtímabil mitt hófst formlega á fundi í Genf í dag. Ég er ákaflega þakklátur félögum mínum fyrir stuðninginn og einnig yfirmönnum og samstarfsfólki á RÚV sem hvatti mig til að bjóða mig fram til þessara ábyrgðarstarfa.“

Framundan er ærið verkefni hjá Felix og félögum því að undirbúningur Eurovison á Ítalíu 2022 er hafinn. „Það verður svakalegt ferðalag en ég er sannfærður um að það verður æðislegur viðburður sem verður Ítölum til mikils sóma ❤️ við eigum að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og ég er stoltur að vera íslensk rödd við borðið þegar ákvarðanir varðandi Eurovision eru teknar. Ég heiti því að vinna af heilindum með hag allra þátttökuþjóða í huga.
Og ég leyfi ykkur að fylgjast með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda