fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Slys breytti framtíðarplönum Írisar Tönju – „Ég þurfti […] að sætta mig við að þetta myndi aldrei verða“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 09:58

Íris Tanja. Mynd/Instgram @iristanja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Tanja Flygenring fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Kötlu sem verða sýndir á Netflix. En hún ætlaði sér ekki alltaf að vera leikkona. Draumur hennar var að verða balletdansari en sársaukafullt slys breytti því.

Íris Tanja er á forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar og opnar sig um slysið, hvernig framtíðarplön hennar breyttust og útskrifaðist hún úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

Öll þáttaröðin kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi og kemur úr smiðju Baltasars Kormáks. Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem er framleidd fyrir Netflix og er fjárfesting streymisveitunnar sú hæsta í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð til þessa.

Slysið

Íris Tanja var alltaf í ballett þegar hún var yngri og elskaði að koma fram á sviði. „Ætlunin var að verða ballettdansari og ég stefndi á að fara utan í nám í dansinum en slasaðist á æfingu, sleit vöðva úr beinfestingu, og þar með var sá draumur úr myndinni,“ segir hún í forsíðuviðtali Vikunnar.

„Ég man þegar ég fór í opinn tíma hjá dönsurunum í Listaháskólanum, þegar ég var í leiklistarnáminu þar, að mér fannst það mjög erfitt til að byrja með af því að þetta var það sem ég hafði alltaf ætlað að gera. Ég þurfti svona aðeins að sætta mig við að þetta myndi aldrei verða. EN ég er búin að finna annað form. Ég er alltaf sami listamaðurinn en ég er búin að finna mér nýjan miðil. Og ég get alveg dansað þótt ég verði ekki atvinnudansari og ég er enn þá í balletttímum. Þetta var auðvitað ótrúlega leiðinlegt en maður verður að hugsa að manni hafi verið ætlað að gera eitthvað annað.“

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði