fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

Hafþór hefur verið án hugbreytandi efna í sex ár – „Ég var fangi helgarinnar“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 08:45

Hafþór Orri Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Orri Harðarson er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Það er von en hann gengur undir listamanninum Blaffi. Í þættinum segir hann frá uppeldinu og rótleysinu sem hann upplifði en hann átti unga foreldra sem fluttu oft en þó kallar hann sig Grundfirðing og innflytjanda í Njarðvík.

Þegar Hafþór er spurður hvort hann sé alkóhólisti svarar hann: „Heldur betur og hef alltaf vitað“ og segir frá því hvernig allir í fjölskyldunni er alkóhólistar. „Ég átti ekki „break,““ segir Hafþór.

Hann fer í gegnum margskonar tímabil lífs síns og lýsir hann einu þeirra svona: „Ég var búinn að vera að drekka í fjögur ár þegar ég gafst bara upp, þetta var bara orðið of mikið. Maður var orðinn maðurinn sem maður ætlaði ekki að vera.“

Hafþór rifjar upp þær hugmyndir sem hann hafði um sjálfan sig og þegar hann áttaði sig á því að hann hafi verið í sjálfsblekkingarleik.

„Þessi grunnskólahetja sem maður var eða sem maður leit á sjálfan sig sem, ég var allt í einu einhver 18 ára gaur að tala um það hvað ég var svalur í grunnskóla og það er ekki kúl sko,“ segir Hafþór. Tíminn leið og neyslan þróaðist. „Ég var fangi helgarinnar.“ Á þessu tímabili snerist líf hans um að þola vinnuna til að gera borgað bleyjur og „bús“.

Hann segir frá tímunum þegar hann fór á Vog og síðar meir Staðarfell þar sem hann segir að allt hafi breyst. Þar var hann með mönnum sem voru komnir saman til þess að breyta lífi sínu. Hafþór sá og skildi að þessir menn voru flestir eldri en hann, en á sama stað og hann í lífinu.

„Ég fékk brjálaða vakningu og áhuga fyrir lífinu,“ segir Hafþór um tíma sinn á Staðarfelli.

Hann talar um að það hafi reynst góð hjálp að eiga bakland en þar spilaði fjölskyldan hans stóran part þar sem fólk hafði reynslu til að miðla til hans. Hafþór var 18 ára þegar hann varð edrú og er búinn að vera án hugbreytandi efna í að verða sex ár. Stór þáttur í þeirri velgengni er markmiðasetning til skemmri og til lengri tíma.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjö ára martröð byrjaði eftir að kærastinn prumpaði framan í hana

Sjö ára martröð byrjaði eftir að kærastinn prumpaði framan í hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooklyn með skýr skilaboð – Stendur með eiginkonunni gegn foreldrunum

Brooklyn með skýr skilaboð – Stendur með eiginkonunni gegn foreldrunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“

Augnablikið þegar Helena vissi að hún þyrfti að fara: „Hann hringdi óvart í mig á FaceTime á meðan hann var að halda framhjá mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“

Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna Kristjáns á Tenerife: Dásamlegt en einmanalegt hér – flyt bráðum heim í öryggið, fjölskylduna og áhugamálin

Anna Kristjáns á Tenerife: Dásamlegt en einmanalegt hér – flyt bráðum heim í öryggið, fjölskylduna og áhugamálin