fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 19:30

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrum umhverfisráðherra var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í þættinum Á mannamáli á Hringbraut í gærkvöldi. Þau þekkja vel til hvors annars og sátu til að mynda saman á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2009-2011. Í þættinum ræða þau meðal annars um ættleiðingaferli Þórunnar en hún hefur aldrei verið í skráðri sambúð með manni. Árið 2000 ákvað hún að hún vildi verða móðir og ákvað að hefja ættleiðingarferli.

 

„Ég hugsaði bara „Þórunn, ætlar þú að eignast börn og hvernig er best að gera það“. Ég er líka endókona sem er sjúkdómur sem hefur ekki verið mikið talað um fyrr en núna. Það opnast þessi gluggi til ættleiðingar og ég ákveð bara að prófa þetta. Það er stundum þannig að maður tekur stökkið og ég sagði bara: „Ókei, þetta hlýtur að verða í lagi“ og auðvitað varð þetta besta ákvörðun lífs míns,“ segir Þórunn í þættinum.

Ættleiðingarferlið er langt og liðu þrjú ár þangað til Þórunn var komin með Hrafnhildi, dóttur sína, í hendurnar. Hún segir að þrátt fyrir þetta langa ferli þá hafi sama hugsun og kemur hjá öðrum foreldrum komið í hugann. „Þetta átti alltaf að vera svona“

Sigmundur spyr Þórunni hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún fékk Hrafnhildi fyrst í fangið. Þórunn segist fá gæsahúð aðeins við hugsunina.

„Ég var búin að sjá mynd af henni og hugsaði með mér „Þarna er hún komin“ og tengingin komin um leið. Það er hægt að verða ástfangin af mynd af barni og vitandi að hún væri að koma. Hún var ekkert sátt við mig fyrstu sólarhringana eftir að við hittumst,“ en Hrafnhildur var fjórtán mánaða gömul þegar ættleiðingin fer í gegn.

„Auðvitað var hún komin með mikið vit, það er margt sem gerist á fyrsta ári barnsins. Stundum þegar ég rifja þetta upp þá líður mér eins og ég hafi haldið á henni fyrsta eina og hálfa árið eftir að við komum heim. Það er það sem þurfti að gera, nándin verður til með nánd og gagnkvæmu trausti,“ lýsir Þórunn og segir þetta allt vera eitt stórt ævintýri.

Hrafnhildur dóttir Þórunnar verður 19 ára í sumar og segir Þórunn að þetta hafi alltaf átt að fara svona. Þær áttu að finna hvor aðra.

Þáttinn má sjá í heild sinni með því að smella hér. 

 

Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir Mynd: Valli

 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur látið til sín taka í umræðunni um kynþáttafordóma og í byrjun síðasta árs hélt hún til að mynda erindi í Veröld – húsi Vigdísar um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar.

 

Krakkarnir vildu ekki að ég léki Ronju Ræningjadóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun