fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Neðanjarðar swinger-klúbbur fræga fólksins – Deilir því sem gerist á bakvið tjöldin

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 8. mars 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Les Chandelles er skemmtistaður í París sem heillar þá frægu og ríku í borginni. Þetta er ekki venjulegur skemmtistaður heldur er þetta svokallaður Swinger-klúbbur þar sem fólk mætir með maka sínum en báðir aðilar sofa hjá öðru fólki. Nákvæm staðsetning klúbbsins er ekki opinber en vitað er að staðurinn leynist eitthversstaðar undir götum Parísar-borgar og er rétt hjá Louvre-safninu. The Sun greinir frá.

Eigandi klúbbsins er Valérie Hervo, betur þekkt sem Madame Valérie og á næstu dögum kemur út ævisaga hennar þar sem hún segir frá því sem gerist á bakvið tjöldin á klúbbnum. Hingað til hefur hún haldið því alveg leyndu hvað gerist innan klúbbsins.

Pör sem hyggjast sækja staðinn þurfa að punga út heilum 48 þúsund krónum til að komast inn en innifalið er aðgangur, kvöldverður, kampavín og smokkar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Les Chandelles (@leschandellesparis)

„Þetta er alheimur ánægjunnar. Kynlíf er bara rúsínan á pylsuendanum. Í partýunum byrjar erótísk spenna að leiðast um alla. Fólk verður djarfara í samskiptum, störurnar verða beinni og snertingar minna saklausar“ segir Madame Valérie. Þá færist fjörið yfir í „láréttu stofurnar“.

Það er ekki skylda að taka þátt í athöfnum klúbbsins ef þú mætir, einnig er leyfilegt að sitja bara við barinn og fylgjast með. Flest allir karlmennirnir eru yfir fertugt á meðan konurnar eru oftast rétt að skríða yfir þrítugt. Það er þó sérstaklega tekið fram að einhleypir fái ekki að mæta.

Það er skylda að mæta í fínum fötum á staðinn og gleymdi Mick Jagger því eitt sinn. Hann mætti á klúbbinn í gallabuxum og strigaskóm en var hent út.

Klúbburinn er það vinsæll að fjölskyldumeðlimir eiga það til að rekast á hvorn annan á staðnum. Madame Valérie segir að hún hafi heyrt af hjónum sem hengdu miða á ísskápinn heima hjá sér með skrifað niður hvaða daga þau ætluðu sér á staðinn svo þau myndu ekki rekast á dóttur sína sem einnig var tíður gestur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður