fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ný spennusaga: Íslensk stúlka hverfur í Svíþjóð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af vinsælustu hljóðbókunum á Storytel í síðustu viku var spennusagan „Stúlkan með rauða hárið“ eftir Róbert Marvin. Þetta er þriðja spennusaga höfundar en áður hafa verið gefnar út eftir hann bækurnar „Konur húsvarðarins“ og „Umsátur“.

„Þegar hún vaknaði, fannst henni sem þetta hefði allt verið skelfileg martröð. Alveg þangað til hún reyndi að hreyfa sig. Þá vissi hún að martröðin var raunveruleg og allt byrjaði upp á nýtt,“  segir í sögunni en söguþráðurinn er á þessa leið:

„Rannsóknarlögreglukonan Anna Nilsson finnur lík í síkinu. Ung stúlka frá Íslandi fer sem au pair til Svíþjóðar, en hverfur stuttu eftir að hún lendir á flugvellinum í Gautaborg. Anna er viss um að málin tengjast og þarf að keppa við tímann áður en hún finnur annað lík.“

Athyglisvert er að bókin kemur eingöngu út á hljóðbókaformi hjá Storytel en ekki á prenti. Þetta er ekki einsdæmi í seinni tíð. „Það er öðruvísi að skrifa fyrir miðil sem gefur út hljóðbækur, skemmtilegra ef eitthvað er. Maður fær fljótt endurgjöf og sér hversu margir hafa hlustað og hvað þeim finnst, en miðillinn býður upp á stjörnugjöf og umfjallanir. En það er eitthvað sem hefðbundin bókaútgáfa býður ekki beint upp á,“ segir Róbert sem er hæstánægður með útgáfuna enda hefur sögunni verið vel tekið.

„Það er líka mjög gaman að heyra söguna lesna af leikara. Sérstaklega þegar það er vel gert eins og í þessu tilviki og vil ég hrósa Maríu Lovísu fyrir vel unnin störf og þakka henni samstarfið,“ segir Róbert enn fremur, en telur þó að hann eigi eftir að gefa út bækur á prenti í framtíðinni: „Hljóðbækur eru klárlega framtíðin, en það er þó alltaf viss sjarmi og tilfinning við að lesa bók á prenti.“

Heyra hjá hljóðbrot úr Stúlkunni með rauða hárið hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir