fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Ásdís Rán segir að það sé engin herramennska hjá íslenskum karlmönnum – „Heim að ríða eða ekki neitt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 14:24

Ásdís Rán. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Hæhæ: Ævintýri Helga og Hjálmars fékk nýverið góðan gest til sín, fyrirsætuna og ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur í þátt til sín. Þátturinn hefur vakið mikla athygli en meðal annars vakti Hringbraut athygli á hluta úr þættinum þar sem Ásdís ræddi um stefnumótamenninguna hér á Íslandi.

Ásdís sagði í þættinum að hér á Íslandi væri stefnumótamarkaðurinn glataður. „Til dæm­is eru karl­­menn al­veg hætt­ir að bjóða út að borða. Þeir eru hætt­ir að dekra kon­ur,“ sagði Ásdís og útskýrði svo nánar hvað hún ætti við.

„All­ar vin­­kon­ur mín­ar sem eru sing­le – það er ekki einn maður sem býður þeim út að borða til að kynn­ast þeim. Það er annað­hvort heim að ríða eða ekki neitt. Það er eng­inn herra­­mennska í gangi. Úti ef þú mynd­ir dirf­ast að gera eitt­hvað svona… hitt er bara aum­ingja­­skap­ur.“

Þá segir Ásdís að hún sé með hugmynd um hvers vegna þetta sé en hún telur að það megi rekja þetta til ójafnvægis sem ríkir milli kynjanna. „Þú get­ur al­veg verið sterk kona – en það má ekki troða svona mikið á karl­­mönn­um,“ segir Ásdís.

„Ég er búin að segja þetta oft ég er alltaf dæmd fyr­ir það. Mér finnst virðing­in svo­lítið dott­inn af mönn­un­um – og þeir eru orðnir svo­lítið „useless“ með tím­an­um. Kon­urn­ar vilja borga. Þær vilja vinna. Þær vilja gera allt. Karl­inn bara kem­ur heim: Og já elsk­an. Og þegir.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu