fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Gift móðir dæmir kynfæri ókunnugra karla gegn greiðslu

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 5. september 2020 21:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífssérfræðingurinn Lahnee Pavlovich vinnur við það að gefa typpum dóm, eða einkunn. Hún býður mönnum að senda mynd af kynfærum sínum og 50 dollara (um það bil 7000 krónur) og í staðinn fá þeir ítarlega einkunn og góð ráð frá henni um hvernig sé best að beita sér, til dæmis hvaða kynlífsstellingar ættu að henta þeim vel. Frá þessu greinir The Mirror.

Lahnee er 33 ára móðir frá Ástralíu. Hún hefur unnið sem kynlífsþjálfari í um það bil þrjú ár og stundar einnig nám í kynfræði (e. sexology). Starf hennar er margsháttar, en vinsælasta þjónustan sem hún veitir er áðurnefndir typpa-dómar

„Fólk skilur ekki alltaf alveg hvað það er sem ég geri, þar sem að kynlíf er ennþá mjög taboo umræðuefni. Enginn veit hvernig á að spyrja.“

„Viðbrögðin sem ég fæ eru að mestu leiti jákvæð og ég verð alltaf vinkonan sem er spurð út í kynlífsráð. Fólk á auðvelt með að opna sig fyrir mér þegar það kynnist mér.“

Lahnee segir að viðskiptavinir hennar séu mjög fjölbreyttir. Hún ráðleggi ungum mönnum, pörum á fertugs aldri og mömmum á fimmtugs aldri. Hún segir að konur hafi oft áhyggjur af því að geta vakið upp neistann, en að karlmenn séu sífellt að reyna að átta sig á því hvernig þeir geti veitt maka sínum nautn.

Hún er gift manni og segir að kynlífsævintýri þurfi alls ekki að enda eftir barnsburð.

„Eiginmaður minn og ég höfum átt í mjög spennandi sambandi, þar sem að við prófum okkur áfram kynferðislega. Samband okkar er ótrúlegt, bæði í svefnherberginu og utan þess. Við erum líka foreldrar sem sannar að kynlíf þarf ekki að enda vegna krakkana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát