fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Arnar Gauti með nýjan lífsstílsþátt í sjónvarpi: „Þetta er þéttur pakki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífstílsfrömuðurinn Arnar Gauti mætir aftur á skjáinn með glænýja lífsstílsþætti sem bera heitið Sir Arnar Gauti. Í þáttunum heimsækir hann falleg og vel hönnuð íslensk heimili og sýnir „fyrir-og-eftir“ breytingar. Hann kynnir sér flóruna í íslenskri matar- og veitingahúsamenningu, skoðar uppbyggingu nýrra hverfa með nútíma arkitektúr ásamt því að fjalla um hin ýmsu lífsstílstengdu málefni.

Þættirnir verða á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 og fyrsti þátturinn fer í loftið fimmtudagskvöldið 24. september. Þættirnir verða minnst 14 og verða á dagskrá út árið til að byrja með.

„Í fyrsta þætti verðum við með innlit til athafnakonunnar Ingu Tinnu. Enn fremur förum við yfir áhugaverð verkefni hjá Sir Arnari Gauta, við skoðum skólahúsnæði sem ég tók við hráu og hannaði og breytti. Þá verður verkefni Sir Arnar hjá American Style í Skipholti líka tekið fyrir en það hefur vakið töluverða athygli,“ segir Arnar í spjalli við DV.

„Matur og menning eru nauðsynlegt efni í lífsstílsþætti og við verðum með innslag frá listamanni í fyrsta þætti,“ segir Arnar sem er einnig spenntur fyrir nálgun sinni á umhverfi og arkitektúr í  þættinum. „Margir bölva Hafnartorginu og segja að þetta sé kaðaðk af húsum, en mér líður þar eins og í Stokkhólmi fyrir 35 árum. Við Íslendingar erum að vaxa upp úr húsunum okkar og fara í nýjar áttir. Mig langar að gera grein fyrir þessu og skoða framtíðarsýnina.“

Arnar bendir á að Sir Arnar Gauti verði eini lífsstílsþátturinn í sjónvarpi í vetur og er mjög spenntur fyrir verkefninu. „Þetta er þéttur pakki og ég held að þetta verði skemmtilegur magasín-þáttur. Það spillir ekki fyrir að geta miðlað af 30 ára reynslu í tísku og hönnun.“

Sem fyrir segir verður fyrsti þátturinn af Sir Arnari Gauta á dagskrá Hringbrautar fimmtudagskvöldið 24. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?