fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Ólafur með nýtt lag – Söng fyrir Vilhjálm í símann og þá fóru hjólin að snúast

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 15:43

Ólafur F. Magnússon - Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri og læknir, hefur mikið látið að sér kveða við ljóðagerð og lagasmíðar undanfarin ár. Ólafur kynnir nú nýtt lag sitt sem er samið við kvæði Hannesar Hafstein, Blessuð sólin elskar allt.

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir syngur lagið en Vilhjálmur Guðjónsson leikur á öll hljóðfæri, gítarar, klarinett, sópransaxófón, flygelhorn, flautu, hljómborð, bassa, píanó og ýmis fleiri hljóðfæri.

Um tilurð lagsins segir Ólafur í stuttu spjalli við DV:

„Ég sat úti á Naustabryggjusvölum í morgunsólinni í byrjun sumars og blessuð sólin yljaði hug minn og hjarta svo mjög að áður en ég vissi af – þá kom fullskapað lag til mín við ljóð Hannesar Hafsteins – Blessuð sólin elskar allt.  Ég hringdi svo í Vilhjálm í hádeginu sama dag og söng lagið fyrir hann í símann. Síðan hefur Vilhjálmur tekið nokkrar skorpur við að útsetja lagið og búa til millikafla og stígandi í því og það var strax ákveðið af okkur báðum að biðja söngkennara minn og úrvalssöngkonuna Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur um að syngja lagið og velja tóntegund í samræmi við hennar fallegu rödd og víða tónsvið.

Friðrik Grétarsson tók myndir af Guðlaugu úti í náttúrunni (við Hengilsrætur) að syngja lagið og síðan bætti hann við myndskotum úr ferð sinni um landið í byrjun júlímánaðar.

Mér finnst afurðin sem við fjögur höfum skilað af okkur í laga- og myndbandsgerðinni gullfalleg og hæfa því ljóði sem hinn tilfinningaríki og listræni fyrsti ráðherra Íslands samdi.á sínum tíma. Ljóðið á líka vel við þá tilfinningaveru og stjórnmálamann sem býr í mér eins og þjóðskáldinu og ekkert vantar á rómantíkina hjá okkur báðum – mér og þjóðskáldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs