fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum

Unnur Regína
Mánudaginn 29. júní 2020 16:00

Ýmislegt skemmtilegt er hægt að kaupa í sjálfsafgreiðslunni, til dæmis íspinna. Myndir/Snæfríður Ingadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hríseyjarbúðin byrjaði á nýju tilraunaverkefni nýlega. Verkefnið er áhugavert en sett var á laggirnar aðstaða fyrir sjálfsafgreiðslu  og lítill skúr fyrir utan búðina útbúinn með öllum helstu nauðsynjavörum. Treysta þar með eigendur búðarinnar alfarið á viðskiptavini sína til þess að greiðu fyrir vörurnar sem þeir taka. Utan opnunartíma búðarinnar er því hægt að nálgast allar nauðsynjavörur í skúrnum. Á miða sem límdur hefur verið utan á skúrinn stendur eftirfarandi:

„Nú geturðu reddað þér utan opnunartíma búðarinnar! Þetta er sjálfsafgreiðsluaðstaða Hríseyjarbúðarinnar. Til að byrja með verður helsta nauðsynjavara í skúrnum. Hægt verður að borga með peningum eða millifærslu. Hér er um að ræða tilraunaverkefni og við viljum brýna fyrir fólki að fara vel með skúrinn og innihaldið, annars verður hann tekinn og sjálfsafgreiðslan hættir“.

Starfsmaður Hríseyjarbúðarinnar sagði í samtali við DV að tilraunin gengi virkilega vel. Fólk gengur vel um, greiðir fyrir vörur sínar og hefur nýtt sér búðina mikið. Í skúrnum er hægt að kaupa ýmsar nauðsynjar. Kókómjólk, klósettpappír, gos, smjör, sælgæti og ís. Einnig er kaffivél inn í skúrnum og getur fólk keypt sér kaffibolla gegn vægu gjaldi. Tilraunin hófst fyrir um þremur vikum og hefur gengið vonum framar. Sjálfsafgreiðslu aðstaðan er mikil lukka bæði fyrir Hríseyinga og ferðamenn sem koma þar við.

[videopress yjCFrcwD]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins