fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. júní 2020 19:54

Frosti Friðriksson og faðir hans Friðrik Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson og Rannveig Guðmundsdóttir eignuðust son, þann 31. maí síðastliðinn. Drengurinn fékk nafnið Frosti Friðriksson og sveif fjölskyldan um á bleiku skýi. Þar til þann 10. júní, þegar ljósmóðir tók eftir að Frosti andaði skringilega og ráðlagði þeim að fara í skoðun. Í kjölfarið tók við atburðarás sem Friðrik lýsir sem martröð. Frosti var með ósæðarþrengingu og þurfti að ferðast til Svíþjóðar til að gangast undir opna hjartaaðgerð. Hann fór í gegnum aðgerðina eins og hetja og er fjölskyldan nýkomin heim.

Veikindi Frosta uppgötvuðust fyrir algjöra tilviljun. Ljósmóðir þeirra, Ásta, var í sinni síðustu heimsókn hjá foreldrunum þegar þau ákveða að baða Frosta. „Hún tók þá eftir að hann andaði skringilega og að hann væri eitthvað öðruvísi en þegar hún kom síðast. Hún tók myndband af honum sem hún sendi lækni á Barnaspítalanum og sagði okkur að fara með hann og láta skoða þetta. Saklaus aukaskoðun bara,“ segir Friðrik.

„Þegar þangað var komið tók hjúkrunarfræðingur á móti okkur og tók einhverjar mælingar. Þá byrjaði einhver atburðarás, sem líktist hreint út sagt martröð. Það kom læknir inn til okkar og svo annar hjúkrunarfræðingur. Svo bara kom fleira og fleira fólk og andrúmsloftið þyngdist. Það var ákveðið að færa okkur um stofu og líktist sú stofa bara risa skurðstofu. Þar var hann tengdur við alls konar tæki og mæla. Æðaleggur í hausinn og ég veit ekki hvað. Okkur var boðið og ráðlagt að fara í herbergi við hliðina á stofunni, herbergi fyrir foreldra. Þarna var þetta orðið svo mikið og okkar vitneskja engin, svo að við urðum dauðhrædd,“ segir Friðrik.

„Ég man tilfinninguna sem helltist yfir mig. Mér varð sjóðheitt, öll þyngd hrundi niður í fætur og mér varð óglatt.“

Þú getur lesið viðtalið við Friðrik í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar