fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Ingi Hrafn segir frá furðulegasta starfinu – Endaði í upphífingakeppni við Skúla Mogensen

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 7. mars 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Hrafn Hilmarsson, leikari, leikstjóri og náttúrusinni, lauk nýverið tökum á amerískri bíómynd sem er norræn útgáfa af Beauty and the Beast þar sem Ingi Hrafn fór með hlutverk Dýrsins. Hann hefur starfað við allar hliðar leiklistar, allt frá því að framleiða barnaefni, leikstýra menntskælingum og leika sjálfur í kvikmyndum og auglýsingum. Ingi Hrafn er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best? Í faðmi fjölskyldunnar.

Hvað óttastu mest? Hvað lífið líður hratt.

Hvert er þitt mesta afrek? Að eignast börnin mín þótt ég hafi ekki þurft að gera mikið meðan á fæðingunni stóð.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Leiklistin býður upp á mörg furðuleg störf. Ég var einu sinni ráðinn til þess að leika klaufalegan þjón á jólahlaðborði WOW air. Til að gera langa sögu stutta endaði ég í keppni í upphífingum við Skúla Mogensen. Í kjölfarið var ég ráðinn sem flugþjónn hjá félaginu og vann þar næstu fjögur árin. Í þeirri vinnu lenti ég svo í ýmsu skemmtilegu og á sama tíma furðulegu.

Hvernig væri bjórinn Ingi Hrafn? Hann lítur vel út í glasi, er léttur, samt bragðgóður og á vel við öll tilefni.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki vera hræddur við að gera mistök. Þau gera allir. Þess vegna er strokleður á öllum blýöntum.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Það er klárlega að brjóta saman þvott.

Besta bíómynd allra tíma? Það eru svo margar bíómyndir sem koma til greina. Ég hef alltaf haft gaman af ævintýramyndum eins og Lord of the Rings. Svo finnst mér líka franskar kvikmyndir oft frábærar eins og Intouchables, Le Petit Nicolas og Amelie.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Mig hefur alltaf langað til að vera góður í fimleikum. Hversu magnað er að geta gert þrefalt heljarstökk með skrúfu. Gengið svo pollrólegur í burtu eins og það hafi ekkert gerst. Plús það að þú ert alltaf í geggjuðu líkamlegu formi og það er bara eitthvað ofurhetjulegt við fimleika.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Mér finnst ég alltaf vera að taka skemmtilega áhættu þegar ég bý til og set upp leiksýningar. Margt sem þarf að hugsa um og hvort verkefnið gangi upp. Sem það gerir nú samt oftast.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Hann Einar, frændi minn.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Að borða skyndibita. Ég er alltaf á leiðinni í ræktina og að taka mataræðið í gegn, en það gengur hægt.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að leikstýra söngleiknum Grease sem Leikfélag Borgarholtsskóla er að sýna um þessar mundir, en þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og frábærir krakkar. Þess á milli nýt ég þess að vera heima með tíu mánaða snáðann minn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát