fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Fókus
Föstudaginn 18. september 2020 11:00

Benni og Tinna Lind hafa sést á stefnumótum í miðborginni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heyrst hefur að leikstjórinn og kvikmyndaundrið Bene­dikt Erlingsson og leik­konan, verkefnastjórinn og framkvæmdastjóri Þjóðleik­hússins Tinna Lind Gunn­arsdóttir séu að hittast. Hafa þau sést úti að borða saman, á göngu um miðborgina og þykir parið eiga ákaflega vel saman enda bæði hæfi­leikarík með meiru, vinsæl og vinamörg. Benedikt var giftur leikkonunni Charlotte Böving en þau skildu fyrr á árinu. Tinna Lind er fyrrverandi eiginkona söngvarans Garðars Thors Cortes.

Trúðatækni og hestamennska

Benni Erlings er einn fremsti leikstjóri landsins og er maðurinn á bak við stórmyndir eins og Hross í oss og Kona fer í stríð en sú síðarnefnda verður endurgerð í Bandaríkjunum og leikstýrt af Jodi Foster. Benedikt er umhverfissinni mikill og þykir mælskur með einsdæmum. Hann er einnig hestamaður og náttúruunnandi.

Tinna Lind er mikill húmoristi og listunnandi en hún er einnig menntuð í trúðatækni hjá Rafael Bianciotto. Hún útskrifaðist úr MPM námi (Master of Project Management) frá Háskólanum í Reykjavík og fjallaði lokaverkefni hennar, The Project Manager as a Clown, um notkun trúðatækni til að auka leiðtoga- og samskiptafærni í stjórnun verkefna.

Þessi tvö náttúruöfl mynda því án efa eitt listrænasta og glæsilegasta par landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru