fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

5 leiðir til að flippa á 17 júní

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 10:26

Waterworld í Reykjanesbæ er opið í dag frá 9-17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíðarhald er víðast hvar með breyttu sniði sökum fjöldatakmarkana. Í ljósi nýrra smita síðustu daga hefur fólk verið hvatt til þess að skemmta sér í minni hópum.
17 júní er gjarnan mikið tilhlökkunarefni hjá yngri kynslóðinni sem sér fyrir sér blöðrur, klístraða sleikjóa og skemmtiatriði á hverju horni. Nú eru vafalaust einhverjir foreldrar að leita af skemmtiefni fyrir börnin með mis góðum árangri. Hér koma nokkrar skotheldar hugmyndir.

Bíltúr
Hvernig væri að viðra liðið og fara í dagsferð til dæmis til Hveragerðis eða á Flúðir? Borða góðan mat, kaupa blóm, kíkja í sund og enda kannski á ís? Smelltu hér til að sjá hvað er spennandi á þessum stöðum.

Bakstur og fánar
Það þarf ekki að gera mikið til að dagurinn verði hátíðlegur. Vegleg súkkulaðikaka með kaffinu með íslenskum fána á toppnum getur reddað ýmsu. Ef það er ekki til fáni á heimilinu má vel teikna hann á lítið blað og smella á tannstöngul.

Sund
Sundferð er alltaf til þess fallinn að bæta og kæta. Hvernig væri að kíkja í laug sem fjölskyldan hefur ekki heimsótt áður ? Til dæmis Vatnaveröld í Reykjanesbæ  eða sundlaugina í Mosó?

Hjólaferð
Það er ágætis veður og því tilvalið að fara í hjólaferð um bæinn og sjá það sem þó er í boði án þess að snerta neinn!

Garðdagur
Allir í pollabuxur og taka til í garðinum. Svo má vel henda sér í snú-snú, krikket, fótbolta, feluleik eða gróðursetningu. Svo er tilvalið að enda daginn á góðri grillmáltíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“