fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. maí 2020 18:06

Eva Björk (t.v.) og Íris Tanja Flygenrign

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið um dýrðir á föstudagskvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í fyrsta sinn, við hátíðlega athöfn í Hörpu.

Hjálmar Hjálmarsson hlaut verðlaun fyrir meistaralestur á bók Héðins Unnsteinssonar

Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og ungmennabóka og almennra bóka en á Storytel awards eru bæði höfundar hljóðbóka og lesarar þeirra heiðraðir.

  • Lilja B. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Barnabókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið.
  • Í flokki glæpasagna bar sigur úr býtum frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, Marrið í stiganum í lestri Írisar Tönju Flygenring.
  • Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto í lestri Hjálmars Hjálmarssonar.
  • Besta hljóðbókin í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur.
  • Sérstök heiðursverðlaun veitti frú Eliza Reid Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra

Sigurvegarar hlutu glæsilegt glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Umgjörð viðburðarins litaðist af fordæmalausum tímum og voru sérstakar ráðstafanir gerðar til þess að tryggja tveggja metra rými milli gesta.

Forsetafrúin Eliza Reid

Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar – í hæfilegri fjarlægð.

Meðfylgjandi eru myndir frá viðburðinum.

Gíslia Helgason var heiðraður fyrir sitt merka frumkvöðlastarf á sviði hljóðbóka. Með honum er eiginkona hans, Herdís Hallvarðsdóttir

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við