fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Brynjar Már harðlega gagnrýndur fyrir að láta klippa sig – „Ég hef ekkert að fela“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 12:35

T.v.: Brynjar Már Valdimarsson. T.h. Friðrik Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson og hársnyrtir hans sæta nú harðri gagnrýni frá öðrum hársnyrtum, en í þætti sínum í morgun á FM957 greindi Brynjar Már frá því að hársnyrtir hans ætlaði að koma heim til hans í dag til að klippa hann.

Athygli er vakin á málinu í Facebook-hóp hársnyrta.

„Jæja hver er sá sem klippir Brynjar Már á FM? […] Eruð þið í alvöru að gera þetta á þessum tíma fólk??“

Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við færsluna þar sem þeir gagnrýna hársnyrti Brynjars harðlega.

Síðan 24. mars hefur starfsemi þar sem nálægð er mikil verið bönnuð. Gildir það til að mynda um hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og aðra slíka starfsemi.

DV hafði samband við Brynjar og óskaði eftir viðbrögðum við gagnrýninni. Hann kveðst hafa svarað gagnrýninni inni á áðurnefndum hóp og um sé að ræða frænku hans sem kom að klippa hann.

„Ég var búinn að svara þessu í hópnum […] Frænka mín kom heim að klippa mig. Þetta var bara fjölskyldumeðlimur að koma heim til mín,“ segir hann og bætir við að hún sé ekki „atvinnuklippari.“

„Þetta er leiðinlegt fyrir hárgreiðslustéttina og kemur kannski óorði á þá sem eru að vinna við þetta,“ segir Brynjar.

„Ástæðan fyrir því að ég minntist á þetta [í útvarpinu] er sú að ég hef ekkert að fela. Ég var ekki að fá atvinnumann heim skilurðu. Þannig þá hefði ég aldrei minnst á þetta ef ég hefði verið að fara á bak við allt.“

Friðrik Jónsson. Mynd: Marinó Flóvent

Friðrik Jónsson, hársnyrtir, segir aðra hársnyrta vera pirraða yfir málinu. Í samtali við DV segir hann vandamálið ekki endilega vera að frænka hans hafi komið að klippa hann, heldur að Brynjar hafi verið að tala um þetta á opinberum vettvangi og þar með gefa kannski öðrum svipaða hugmynd.

„Ég hef fengið mörg tilboð sjálfur um hvort ég geti ekki bara „skotist heim til fólks.“ En nánast allir sýna skilning á meðan ástandið er svona. Svo eru aðrir sem segja „jæja ég held þá bara áfram að leita“ og heyra síðan einhvern í útvarpinu auglýsa það að klipparinn hans ætli bara að koma til hans. Hann vinnur í útvarpi, hann þarf ekki klippingu,“ segir Friðrik.

„Það er mikil samstaða meðal hársnyrta. Við erum að reyna að gera okkar til að hjálpa samfélaginu en svo virðast alltaf vera einhver skemmd epli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi