Mikið hefur mætt á Ölmu Dagbjörtu Möller landlækni síðustu daga í COVID-19 storminum. Alma var skipuð landlæknir árið 2018 og varð þar með fyrsta konan til að gegna embættinu. Alma er yngst af sex börnum Jóhanns G. Möller heitins, verkalýðsleiðtoga og bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Siglufirði, og Helenu Sigtryggsdóttur. Einn af eldri bræðrum Ölmu er Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður fyrir Samfylkinguna sem og fyrrverandi samgönguráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.