fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Drama vegna Debut

Árið 1995 var mál dómtekið í London á milli tónlistarfólksins Simons Lovejoy og Bjarkar Guðmundsdóttur. Lagði Lovejoy fram kæru á hendur Björk fyrir lagastuld vegna fyrstu sólóbreiðskífu hennar, Debut. Björk hafði að lokum sigur í málinu og greiddi breska ríkið málskostnað Lovejoy.

 

Undir áhrifum Rihönnu

Í fyrravor myndaðist mikil umræða um gífurleg líkindi með lagi Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Friðrik Ómar kippti sér lítið upp við þessa umræðu. Hann komst þó ekki áfram það árið.

 

Enginn eins og hann

Við upphaf þessa árs veltu margir fyrir sér líkindum lagsins Enginn eins og þú, eftir Auðun Lúthersson, og lagsins On My Mind með hljómsveitinni Leisure. Auðunn er betur þekktur undir nafninu Auður en umrætt lag var gefið út í júlí 2019 og naut mikilla vinsælda hér á landi. Lag Leisure var gefið út í apríl á sama ári en lögin eru keimlík að mati margra netverja.

Millikafli að láni? 

Þegar Selma Björnsdóttir keppti í Eurovision árið 2005 með lagið If I Had Your Love þótti mörgum ekki ólíklegt að millikafli lagsins væri beint tekinn úr laginu We Are All to Blame með hljómsveitinni Sum 41. Selma tjáði sig um málið á þessum tíma og taldi þetta vera bæði fráleitt og tilviljanakennt.

Selma

 

Segðu mér allt

Birgitta Haukdal var einnig á meðal íslenskra Eurovision-þátttakenda sem lentu undir smásjánni vegna meints lagastulds. Þetta var árið 2003 þegar lagið Open Your Heart var framlag okkar Íslendinga og þótti fulllíkt laginu Right Here Waiting eftir bandaríska tónlistarmanninn Richard Marx. Úrskurðarnefnd STEF hafnaði að lokum þessum líkindum.

Birgitta Haukdal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar