fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sjáðu ummæli Kára sem vöktu gríðarlega athygli eftir leikinn í gær

Fókus
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn sterki í íslenska landsliðinu í handbolta, var ómyrkur í máli eftir tapið gegn Svíþjóð í lokaleik Íslands í milliriðlum Evrópumótsins í handbolta í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum með sjö marka mun, 32:25, og endaði í neðsta sæti í sínum riðli.

Eftir sigur á Dönum í fyrsta leik mótsins og stórsigur á Rússum voru margir bjartsýnir á gott gengi á mótinu. Íslenska liðið tapaði hins vegar mikilvægum leik gegn Ungverjalandi og fór stigalaust í milliriðla. Þar tapaði liðið gegn Slóveníu, Noregi og Svíþjóð en vann góðan sigur á Portúgal. Ísland endar líklega í 11. sæti mótsins.

Kom Aroni til varnar

Í viðtali við RÚV eftir leikinn í gær var Kári beðinn um að gera upp mótið. Hann sagði það vitanlega ógeðslega leiðinlegt að tapa handboltaleik og sagði íslenska liðið hafi bæði flogið hátt á mótinu og svo tekið þétta dýfu. Svo sneri hann sér að gagnrýninni á liðið og Aron Pálmarsson, einn allra besta handboltamann heims.

„Maður fylgist náttúrulega með umræðunni og allt það. Fólk verður að skilja það og setja þetta í samhengi að það er álag. Ég held að það sé rétt hjá mér að það eru 7 leikir á 12 dögum, þetta er bara mikið og á ákveðnum póstum hjá okkur gríðarlegt álag.“

„Mér er alveg sama hvernig þessu er tekið sem ég er að fara að segja að það sé verið að hnýta svona mikið í Aron Pálmarsson. Það er ætlast til þess að hann beri þetta uppi algjörlega á herðunum. Við erum að spila mjög háa ákefð sérstaklega varnarlega en líka sóknarlega. Þetta er bara maður skilurðu, auðvitað viljum við öll standa okkur en mér finnst full vel í lagt hvernig umræðan er um hann.“

Fullt af jákvæðum hlutum

Kári var svo beðinn um að nefna það jákvæða við mótið.

„Við erum með stráka sem eru með efnilegustu strákum Evrópu. Við þurfum að drullast til að vera jákvæð í þessu líka. Við erum með Hauk Þrastarson og Viktor [Gísla Hallgrímsson] og þetta eru gríðarlega efnilegir strákar og svo eru aðrir sem eru að fá eldskírn á þessu móti sem eru að stíga upp og eru að skila fínum mínútum. Við verðum að rækta það. Þetta má ekki að verða þannig að þessir drengir upplifi þetta mót eins og þetta hafi verið eintóm niðursveifla. Við verðum að horfa aðeins fram á veginn.“

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður tjáði sig einnig stuttlega um mótið á Twitter og þakkaði stuðninginn.

„Langar að þakka öllum þeim sem trúðu, öllum þeim sem mættu í stúkuna, öllum þeim sem sendu okkur pepp og stuðning í formi skilaboða og öllum sem öskruðu á sjónvarpið! Við erum að þessu fyrir ykkur! Við erum ekki að þessu fyrir ykkur hin. “If you can’t handle me at my worst, then you don’t deserve me at my best!” Áfram Ísland! Fyrir Ísland!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun