fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Jóhanni Kristófer misboðið: „Ég vildi eiginlega bara leggjast undir sæng og gleyma þessum klukkustundum“

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir bauð rapparanum Jóhanni Kristófer Stefánssyni, blaðamanninum Ölmu Mjöll Ólafsdóttur og ljósmyndaranum Sigtryggi Ara Jóhannssyni að ræða kvikmyndina Cats í Lestarklefanum á RÚV.

Cats, sem er leikstýrt af Tom Hooper og byggir á vinsælum söngleik Andrew Lloyd Webber hefur fengið arfaslakar viðtökur um víða veröld. Viðmælendur Guðrúnar voru engin undantekning, en Jóhann Kristófer sagði myndina ver ógeðslega.

„Þarna er fólk með putta og þófa á fótunum og mér fannst búningarnir jaðra við að vera ógeðslegir.“

„Ég fór á þessa mynd og hún kláraðist og ég vildi eiginlega bara leggjast undir sæng og gleyma þessum klukkustundum sem var stolið af mér og ég fæ aldrei aftur,“

„Ég leyfi mér að fullyrða að Cats sé ein alversta kvikmynd sem ég hef séð,“

Sigtryggur Ari var á sama máli, hann fór á myndina með dóttur sinni í von um að minnka fordóma sína gegn myndinni, en það virðist ekki hafa virkað.

„Hún var æðislega leiðinleg. Ég gjörsamlega afber varla að hlusta á söngleikjatónlist og Andrew Lloyd Webber-dót – ég bara get það ekki. Ég labbaði út og fór að pæla í því hvað ég ætti að fá mér að borða, það var ekkert sem sat eftir.“

Alma Mjöll var einnig mjög gagnrýnin á myndina, þá sérstaklega gervin og búningana sem hún líkti við kannibalisma.

„Ég hugsaði í alvöru: Er að koma heimsendir? Af hverju er ég að sjá þetta? Er þetta fyrirboði um að allt sé að fara til helvítis?“

„Af hverju eru þessir kettir líka í pels? Þetta er svo mikill kattakannibalismi,“

Hér má horfa á þennan þátt lestarklefans í heilld sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu