fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötti þáttur Tinder laugarinnar var birtur á samfélagsmiðlum síðastliðinn föstudag. Tinder laugin er nýr stefnumótaþáttur á Íslandi með svipuðu sniði og Djúpa laugin. Keppendur velja fyrst eftir útliti, síðan persónuleika.

Sjá einnig: Keppandi Tinder laugarinnar óður í Sunnevu Einars

Fimmti þáttur Tinder laugarinnar vakti mikla athygli. Í þeim þætti var kvenkyns spyrill, Dagbjört Rúriks, og kepptust þrír strákar um að heilla hana og komast á stefnumót með henni.

Sjá einnig: Ólga í Tinder lauginni – „Er hann að ríða systur þinni?“

Einn keppandi í þáttunum var orðinn bersýnilega mjög ölvaður og endaði þátturinn í miðri keppni með lof um framhald vikunni eftir. Nú er sá þáttur kominn út og hefur ölvaða keppandanum, hinum tvítuga Aroni Frey, verið skipt út fyrir annan keppanda.

„Þar sem keppandi eitt prjónaði vel yfir sig höfum við fengið glænýjan keppanda í stólinn,“ segir Lína Birgitta, þáttastjórnandi Tinder laugarinnar, í upphafi þáttarins.

Erfiðar kynlífsspurningar

Margt gerist í þættinum og eins og venjulega eru spurningar um kynlíf. Keppandi þrjú á erfitt með að svara kynlífstengdri spurningu og endar umræðan á að hann segir:

„Ég er alveg fínn í rúminu sko! Ég læt hana ekki fara heim án þess að fá það sko! Heldurðu að ég sé að leika mér við sjálfan mig og segi bara drullaðu þér í burtu,“ segir hann við hlátrasköll í salnum.

Þátturinn endar á því að Dagbjört velur keppanda númer eitt, nýja keppandann sem tók við af Aroni Frey.

„Þetta er þvæla,“ segir þá keppandi númer tvö þegar Dagbjört tilkynnir valið.

Dagbjört ásamt Ólafi Snæ, keppanda eitt.

Ekki vinsæll

Keppandi númer tvö naut ekki mikilla vinsælda meðal netverja á Instagram.

„Guð minn almáttugur hvað keppandi nr 2 er fokking leiðinlegur,“ skrifaði einn notandi.

„Sorry en vá hvað er málið með gaurinn í miðjunni og að setja út á hina við hvert einasta svar og bara allt… stælar í honum allan þáttinn hundleiðinlegur,“ skrifaði annar.

En hann átti einnig sína aðdáendur. „Er hægt að byrja söfnun um að fá keppanda númer 2 til að vera kynnir í stað Línu?“

Þú getur horft á þáttinn hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B7Jiw4iAD1I/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts