fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Margrét kveður frægasta nettröll Íslands – Ugla: „Fordómafullur, hrokafullur og illa innrættur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netröllið og gervimaðurinn frægi Baldur Muller er horfinn af Facebook. Frá þessu greinir Margrét Friðriksdóttir í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið.

Baldur Muller vakti mikla athygli hér á landi vegna mjög svo umdeildra skoðanna sinna, sem hann var duglegur að miðla á Facebook-hópum líkt og á Stjórnmálaspjallinu.

Samkvæmt skrifum Baldurs leit hann á fóstureyðingar sem morð, auk þess taldi hann innflytjendur frá mið-austurlöndum ekki eiga að fá tækifæri í Evrópu. Hann talaði einnig mikið um trúmál og umskurð drengja.

Margrét Friðriksdóttir sagði að Baldur hefði aldrei verið dónalegur í skrifum sínum, heldur alltaf verið málefnalegur.

„Ég sá hann aldrei dónalegan eða vera með persónuníð gegn fólki sem voru ekki á hans línu heldur ávalt málefnalegur og kurteis blessaður.“

Ekki voru allir sammála Margréti, þar á meðal var kynjafræðingurinn og aktiívistinn Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.

„Baldur er ekki bara oftast dónalegur og ónærgætinn í sinni framsetningu, heldur líka fordómafullur, hrokafullur og illa innrættur. Annað hvort er hann að trölla hérna viljandi með öfgafullum skoðunum sem hann trúir ekki endilega sjálfur, eða þá að hann er það óheiðarlegur að geta ekki komið fram undir eigin nafni. Ég veit satt að segja ekki hvort er verra.“

Margrét gagnrýndi þó Baldur fyrir að koma ekki fram undir eigin nafni og birta mynd af sér, en líkt og frægt er orðið þá notaði aðgangur Baldurs mynd af skeggjuðum Úkraníumanni.

Margar getgátur voru á lofti varðandi það hver væri á bakvið aðgang Baldurs. Ein vinsælasta kenningin var að guðfræðingurinn Jón Valur Jensson hafi verið á bakvið aðganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir