fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Var árið 1999 besta ár kvikmyndasögunnar?

Fókus
Fimmtudaginn 12. september 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga myndirnar The Matrix, Fight Club, The Sixth Sense og American Beauty sameiginlegt? Þetta eru vissulega allar frábærar bíómyndir en þær eiga það líka sameiginlegt að hafa komið út árið 1999 – sem var besta ár kvikmyndasögunnar. Þetta er að minnsta kosti mat eins virtasta kvikmyndagagnrýnanda Ástralíu.

Wenlei Ma hefur lengi skrifað um kvikmyndir lengi vel og í pistli á vef News.com.au reynir hún að færa rök fyrir því að kvikmyndaframleiðsla – hvað varðar gæði og frumlegheit að minnsta kosti – hafi náð hátindi sínum árið 1999.

„Það er ekki bara það að árið 1999 hafi litið dagsins ljós bíómyndir sem enn þann dag í dag eru ofarlega í huga okkar, tveimur áratugum síðar. Það er líka sú staðreynd að þetta voru bíómyndir sem fæddust í hugarheimi þeirra sem skrifuðu handritin,“ segir Wenlei.

Meðal annarra frábærra bíómynda sem komu út þetta ár og eru ekki nefndar hér að ofan má nefna The Green Mile, Boys Don‘t Cry, Being John Malkovich, The Blair Witch Project, Magnolia, American Pie, Office Space, Election, Man on the Moon, The Talented Mr Ripley, Drop Dead Gorgeous og Election svo einhverjar séu nefndar.

Wenlei segir að þetta ár hafi sérstaklega margar frumlegar kvikmyndir litið dagsins, en því sé öfugt farið í dag.

„Af tuttugu vinsælustu myndunum árið 1999 (þar sem enska er töluð) voru 10 gerðar frá grunni – ef svo má segja. Tvær voru framhaldsmyndir, ein var Bond-mynd, ein var Star Wars-mynd og ein var lausleg endurgerð. Hinar myndirnar voru byggðar á bókum. Það sem af er þessu ári eru aðeins tvær af 20 vinsælustu myndunum frumgerð – Us og Once Upon a Time in Hollywood. Þessar myndir eru nálægt botninum svo líklega verður þeim ýtt út af listanum þegar Star Wars: The Rise of Skywalker og Frozen 2 koma út síðar á árinu.“

Wenlei segir einnig að margar af þeim myndum sem komu út árið 1999 hafi veitt framleiðendum, leikstjórum og handritshöfundum framtíðarinnar mikinn innblástur. Nefnir hún Blair Witch Project máli sínu til stuðnings og American Pie.

Hvað segja lesendur? Var árið 1999 það besta í kvikmyndasögunni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku