fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Sigtryggur og Svandís Dóra eignuðust dreng: „Þetta byrjaði eins og amerískt bíó um miðja nótt“

Fókus
Föstudaginn 16. ágúst 2019 10:06

Sigtryggur og Svandís Dóra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona og Sigtryggur Magnason skáld eignuðust dreng þann 14. ágúst síðastliðinn.

Sigtryggur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Þetta byrjaði eins og amerískt bíó um miðja nótt: „Ég missti vatnið!“ Rokið upp á spítala og hamast við að bíða þangað til um kaffileytið þegar allt fór af stað. Rétt fyrir kvöldfréttir sjónvarps 14. ágúst fæddist stór (16 merkur og 53 cm) og sterkur strákur í baðinu á fæðingarstofu nr. 3. Móður og barni heilsast vel og faðir og eldri systkini í skýjunum,“ skrifar Sigtryggur.

Þau Sigtryggur og Svandís Dóra hafa verið saman um nokkurt skeið og giftu sig árið 2015.

Sig­trygg­ur er vel þekkt­ur í aug­lýs­inga­brans­an­um en hann hef­ur starfað í hon­um síðan 2005. Hann á að baki feril í blaða­mennsku sem rit­stjóri Dæg­ur­mála­út­varps Rásar 2, umsjón­ar­maður Helg­ar­blaðs DV, rit­stjóri Sirkuss Reykja­vík og fastur pistla­höf­undur hjá Morg­un­blað­inu. Þá var hann aðstoð­ar­maður mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra frá 2009-2010. Sig­tryggur hefur einnig feng­ist við rit­störf og hafa leik­verk hans verið sett upp hér á landi og víðar.

Svandís Dóra hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Rétti, Pressu og Ástríði, kvikmyndunum Kurteisu fólki, Borgríki og fór með hlutverk Díönu Klein í kvikmyndinni um Harrý og Heimi. Hún fór með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk í leikstjórn Óskars Jónassonar og sjónvarpsþáttaröðinni Borgarstjórinn, hugarfóstri Jóns Gnarr.

Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“