fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Þetta kostar að lifa eins og áhrifavaldur í eina viku – Lífsstíllinn ekki á færi venjulegs fólks

Fókus
Laugardaginn 6. júlí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir áhrifavaldar spretta upp nánast í hverjum mánuði og keppast við að sýna fylgjendum sínum á Instagram frá sínu „daglega lífi“ sem er uppfullt af lúxus, utanlandsferðum, rándýrum merkjavörum og veitingastaðaheimsóknum. Þó það sé ekki alltaf tekið fram er mikið um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og áhrifavaldar fá það gefins sem þeir gera eða kaupa, eða fá greitt fyrir, þó þeir gefi það ekki alltaf upp. Það skekkir því raunveruleikann talsvert. Við á DV tókum saman hvað vika í lífi áhrifavalds myndi kosta ef ekkert væri gefins eða greitt fyrir.

Mánudagur

Litun og klipping: 23.000 kr.
Gervineglur: 9.000 kr.
Litun og plokkun: 6.000 kr.
Augnháralenging: 18.000 kr.
Hádegismatur: 3.000 kr.
Kaupa kort á námskeið í líkamsrækt: 15.000 kr.
Kvöldmatur: 4.000 kr.

Samtals: 78.000 kr.

Þriðjudagur

Próteinsjeik eftir æfingu: 1.000 kr.
Spa eftir æfingu með hálftíma nuddi: 10.000 kr.
Hádegismatur: 3.000 kr.
Kaupa ný æfingaföt: 22.000 kr.
Kaffihús með öðrum áhrifavöldum: 2.000 kr.
Sundferð: 1.000 kr.
Kvöldmatur: 5.000 kr.

Samtals: 44.000 kr.

Miðvikudagur

Fylla á próteinduft og önnur fæðubótarefni: 25.000 kr.
Spa eftir æfingu án nudds: 6.000 kr.
Hádegismatur (nesti): 1.000 kr.
Kaupa nýja æfingaskó: 25.000 kr.
Húðslípun á andliti og hálsi: 15.000 kr.
Kvöldmatur: 4.000 kr.

Samtals: 76.000 kr.

Fimmtudagur

Sundferð: 1.000 kr.
Hádegismatur: 3.000 kr.
Kaupa föt fyrir djammið: 15.000 kr.
Þriggja rétta kvöldverður með vínpörun: 23.000 kr.
Nokkrir kokteilar á bar: 8.000 kr.
Leigubíll heim: 5.000 kr.

Samtals: 55.000 kr.

Föstudagur

Stakur tími í trimmform: 4.000 kr.
Hádegismatur: 4.000 kr.
Kaffihúsaferð með umboðsmanninum: 3.500 kr.
Kaupa nýja hælaskó: 23.000 kr.
Út að borða, einn réttur, ekkert vín: 6.500 kr.

Samtals: 41.000 kr.

Laugardagur

Kaupa brúnkusprey: 8.000 kr.
Kaupa aðrar snyrtivörur: 12.000 kr.
Kaupa nýtt bikiní: 8.000 kr.
Hádegismatur: 3.000 kr.
Spa með klukkutíma nuddi: 15.000 kr.
Kvöldmatur, eldað heima: 3.000 kr.
Kaupa freyðivínsflösku: 14.000 kr.

Samtals: 63.000 kr.

Sunnudagur

Dögurður á veitingastað: 5.000 kr.
Bóka og borga ferð til Tenerife í viku með hóteli í gegnum ferðaskrifstofu: 300.000 kr.
Vax á fótleggjum, undir höndum og brasilískt vax: 15.000 kr.
Varafyllingarsprautur: 50.000 kr.
Kvöldmatur: 5.000 kr.

Samtals: 375.000 kr.

Heildarkostnaður við vikuna: 732.000 kr.

Inn í þessa útreikninga er ekki tekinn kostnaður við húsnæði, bíl eða almennt heimilishald. Það er því ljóst að manneskja sem myndi vilja tileinka sér lífsstíl áhrifavalda, án þess að fá allt eða hluta gefins, myndi þurfa að vera með svimandi há laun, eða fimm til sex milljónir hið minnsta. Sem dæmi má nefna að mánaðarlaun bankastjóra Íslandsbanka eru rúmar 3,6 milljónir og laun forsætisráðherra rúmar tvær milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur