fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Jóhannes Haukur kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 14:27

Jóhannes Haukur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður stigakynnir fyrir Íslands hönd í Eurovison í ár.

„Þegar ég var beðinn um þetta sagði ég strax já,“ segir Jóhannes Haukur í tilkynningu frá RÚV. „Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák og best að afgreiða þetta af öryggi og festu ásamt lipurð og sveigjanleika. Svo er þetta tækifæri til að gleðja börnin mín. Þeim mun eflaust þykja þetta töff. Ég vona það allavega.“

Jóhannes Haukur er meðal þekktustu leikara þjóðarinnar en hann hefur undanfarið tekist á við stór hlutverk bæði hérlendis og erlendis. Hann lék meðal annars aðalhlutverkin í Svartur á leik, Ég man þig, Hollywoodmyndinni Alpha, auk þess sem hann birtist heimsbyggðinni sem Lem Lemoncloac í Game of Thrones.

Hatari keppir í úrslitum Eurovision næstkomandi laugardagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig