fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 13:50

Ásdís Rán orðin löggiltur einkaþjálfari. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langaði að staðfesta það að ég á nú einkaleyfi á nafninu IceQueen.“ Svona hefst fréttatilkynning ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, sem hefur gengið undir nafninu IceQueen eða ísdrottning svo áratugum skiptir. Ástæðan fyrir fréttatilkynningunni er sú að Ásdís Rán segir óprúttna aðila hafa stolið nafnbótinni af sér.

„Það eru kannski margir sem halda að ég hafi átt nafnið IceQueen fyrir en einhvern veginn fannst mér ég ekki þurfa að sækja um það löglega, þar sem ég bjóst ekki við því að einhver myndi reyna að nýta sér það eða koma sér á framfæri með svona þekktu og sérstöku nafni sem ég hef átt og notað í yfir 20 ár, og verið með margar vörulínur undir. En undanfarið hefur borið á því að stúlkur hafa verið að nota nafnið og þar á meðal ein sem hefur verið iðin við að kalla sig IceQueen og er nú líka byrjuð að nota nafnið undir sína hönnun by IceQueen (eins og mínar vörur).“

„Svona getur fólk verið ósvífið!“

Ásdísi Rán er ekki skemmt og biður fólk um að hætta að nota nafnbótina sér til framdráttar.

„Mér finnst þetta virkilega leim og kjánalegt að einhver skuli gera svona og ekki getað fundið sitt eigið nafn og byggt það upp í staðinn fyrir að stela vörumerki sem ég hef lagt yfir 20 ára vinnu í. En svona getur fólk verið ósvífið! Ég vil allavega koma þessu á framfæri og vil biðja þá sem eru að nýta sér nafnið á einhvern hátt að hætta því strax vinsamlegast.“

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?