fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Flóni heldur tvenna stórtónleika í Austurbæ

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Floni heldur tónleika í Austurbæ föstudaginn 15. Febrúar í tilefni útgáfunnar á plötunni Floni 2.

Floni kemur fram ásamt stórskotaliði íslensku tónlistarsenunnar og verður ekkert til sparað.

Tvennir tónleikar fara fram sama kvöldið, fyrir 14-17 ára verður kl. 18.30 og svo fyrir 18 ára og eldri kl. 22. 00.

Floni 2 kom út 31. janúar á streymisveitum Spotify og hefur nú þegar náð yfir 800 þúsund spilunum. Platan var tekin upp í 101derland hljóðverinu í sumar og fylgir eftir hans fyrstu plötu í fullri lengd.

Floni skaust upp á stjörnuhiminn í íslenska rappheiminum með útgáfu fyrstu plötu sinnar Floni þar sem hann blandaði saman mjúkum R&B og kraftmiklum trapp tónum.
Með þessa óvenjulegu samsetningu í bakgrunni hreif þessi tvítugi rappari fólk með sér og hefur tónlist hans fengið yfir 3 milljón spilanir á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Í gær

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar