fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Sturla segir frá ógeðslegri lygi: „Hann fór síðan heim með stelpum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2019 12:30

Sturla Atlas. Mynd/Skjáskot: YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er betur þekktur, er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions hjá Áttan Miðlar.

Í þættinum segir Sturla frá því þegar hann var handtekinn og færður á löggustöð fyrir að pissa.

„Ég var einu sinni að pissa niður í bæ og var handtekinn. Ég þurfti að fara inn á löggustöð og skrifa undir játningu að ég hafi verið að pissa og svo kom í heimabankann minn sekt,“ segir Sturla.

„Í alvöru, varstu handtekinn fyrir að pissa úti? Það er reyndar rosalegt,“ segir Egill.

„Ég þurfti að fara upp í bíl og niður í löggustöð en ég hef aldrei farið í járn, en vissulega handtekinn fyrir að pissa,“ segir Sturla.

Ljót lygi

Aðspurður hvað sé skrýtnasta lygin sem hann hefur heyrt um sig svarar hann:

„Ég heyrði einu sinni ógeðslega lygi um mig. Það var gaur að ljúga að hann væri ég […] Hann var í útlöndum og hann var að segjast vera söngvari og spila lögin mín og sýndi [myndböndin mín]. Hann var bara svona ljóshærður eins og ég. Hann fór síðan heim með stelpum og leiðrétti það ekki [að hann væri ekki ég]. Það er ógeðslegt,“ segir Sturla og segir þetta hafi verið íslenskur maður.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B5p7OMcgvHQ/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag

Opnar sig um samband hans og Angelinu Jolie í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!