fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fókus

Kevin Spacey sendir frá sér nýja jólakveðju – „Mér er dauðans alvara“

Fókus
Miðvikudaginn 25. desember 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey hefur lítið verið í sviðsljósinu á undanförnum árum eftir að hafa verið sakaður um fjölda kyn­ferðis­brota. Í kjölfar þessara ásakana var hann rekinn úr sjónvarpsþáttunum House of Cards og var sjötta og síðasta þáttaröðin í miklu uppnámi á tímabili. Það vakti því mikla athygli þegar hann gaf út myndband á jóladag í fyrra sem karakt­er­inn Frank Und­erwood úr þátt­un­um vinsælu.

„Ég ætla svo sann­ar­lega ekki að gjalda einhvers sem ég gerði ekki,“ sagði Spacey í myndbandinu sem setti netheima á hliðina.

Nú, í tilefni jóladags, hefur Spacey gefið út aðra kveðju í gervi Underwoods þar sem hann segist ekki hafa staðist mátið að óska fólki gleðilegra jóla.

„Í ljósi þess að árið 2020 er handan við hornið vil ég stuðla að meiri jákvæðni í þessum heimi,” segir Spacey í myndbandinu og heldur áfram. „Ég veit hvað þið eruð að hugsa; er honum alvara?

Mér er dauðans alvara.

Næst þegar einhver gerir eitthvað sem ykkur mislíkar, getið þið ráðist á viðkomandi, eða haldið skotvopnunum aftur og gert hið óvenjulega. Þið getið drepið með góðmennskunni.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“