fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Katrín segir frá því hvernig Jón Gunnarsson sérpantar rakspírann sinn

Fókus
Mánudaginn 25. nóvember 2019 11:00

Katrín Oddsdóttir og Jón Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Oddsdóttir lögfræðingur segir frá nokkrum eftirminnilegum augnablikum frá gærdeginum í færslu á Facebook. Hún var gestur hjá Agli Helgasyni í Silfrinu á RÚV.

Sjá einnig: Sauð upp úr í Silfrinu – Atli afhjúpaði Jón í beinni – „Hann notaði taktík sem er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins“

Eitt af því sem stóð upp í gær hjá Katrínu var þegar Jón Gunnarsson, þingmaður, sagði frá því hvernig hann sérpantar rakspírann sinn frá útlöndum.

„Þegar Jón upplýsti Helga um það að þessi dásamlegi rakspíri (sem ég gat aldrei numið vegna óhóflegrar neftóbaksnotkunar) væri ófáanlegur á Íslandi og hefði verið um hríð svo hann þyrfti að panta hann í póstkröfu. Ég blandaði mér inn í þetta krúttlega karlatrúnó úr sminkstólnum og spurði hvort þetta væri „Old spice“ sem er eini rakspírinn sem ég kann (ber fyrir mig kynhneigð). Hann sagði að þetta héti hins vegar Nr. 1 frá Boss. Mér fannst í senn harmrænt en fallegt að Jón skyldi ekki gefast upp á sinni uppáhaldslykt, Boss Nr. 1, þótt markaðurinn hefði hafnað henni,“ skrifar Katrín.

Hún segir einnig frá því hvernig Egill Helgason fær sér kók í kaffibollann sinn.

„Þegar það voru 2 sekúndur í útsendingu og Egill var ekki mættur í settið en kom síðan þjótandi inn, eins og gaupa og náði að kasta sér í stólinn og það sem meira er þá náði aðstoðarmaður, sem hreyfði sig svo hratt að það sáust bara húðlitaðar rendur þar sem hendurnar á honum klufu loftið, að fylla kaffibollann hans af Coke-dós sem Egill svo staupaði í einum sopa og hvíslaði svo hratt en fullkomlega hljóðlaust á síðustu millisekúndunni áður en inngangslagið kláraðist: „Meira kók!““

Þetta voru ekki einu skemmtilegu augnablikin á uppteknum sunnudegi Katrínar, heldur voru þau tíu. Lestu alla færsluna hennar í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir