fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ragga Nagli hittir naglann á höfuðið: „Þessi pistill er um það bil að bjarga deginum hjá mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. september 2019 09:10

Ragga Nagli. Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og hún er betur þekkt, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Hún heldur úti vinsælli síðu á Facebook þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og líkamlega sem og andlega heilsu. Hún er einnig með hlaðvarpið Heilsuvarp.

Nýjasti pistill hennar hefur vægast sagt slegið í gegn, en rúmlega tvö þúsund hafa líkað við færsluna og 375 manns hafa deilt henni áfram.

Ragga Nagli ræðir um samanburðinn sem við gerum á okkur og glansmyndum annarra.

„Við berum okkar líf, líkama, hegðun og hugarfar saman við aðra. Við teljum okkur trú um að annarra sé hinn fullkomni og þeir valhoppi undi regnboga með hvolpum og heyi engar innri eða ytri baráttur. Meðan við étum „teikavei“, missum úr æfingu, borðum óplanaðar súkkulaðirúsínur, fáum feituna og ljótuna. En við fáum bara að sjá góðu hliðarnar á tísti, fési, insta, snappi. Leikritið en ekki á bak við tjöldin.

Því enginn póstar myndum af ljótum graut, misheppnaðri hráköku eða þvottagrindinni í stofunni.

Nema Naglinn sem vill sýna veruleikann eins og hann er…. svona lítur svefnherbergið iðulega út,“

skrifar Ragga Nagli og birtir mynd með færslunni af kommóðu inn í svefnherbergi sínu.

„Ryk á gólfinu og óumbúið rúm þýðir að þú átt þeim mun öflugra félagslíf. Sneisafull óhreinatauskarfa þýðir að þú eyðir tíma í það sem skiptir meira máli í lífinu.

Að leika við börnin, knúsa kallinn, fara í saumó, hitta vinkonurnar, tala við bróður í símann, fara í göngutúr með mömmu og út að borða með frænkunum.“

Fjölmargir tengja við skrif Röggu Nagla og hafa yfir 200 manns skrifað við færsluna.

„Dásamlegt! Ekki í fyrsta skipti sem Naglinn hitir naglann á höfuðið.“

„Sannleikur og takk svona er lífið.“

„Þessi pistill er um það bil að bjarga deginum hjá mér. Takk Ragga Nagli ég þurfti virkilega á þessari lesningu að halda.“

„Mæli með að þú fáir orðu á Bessastöðum fyrir þennan þrælfína pistil. Orð í tíma töluð. Ps vesalings unga fólkið sem reynir að keppa við sýndarruglið á samfélagsmiðlum. TAKK.“

Lestu pistillinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir