fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Erfiðast að horfa upp á börnin upplifa sama óöryggið og ég sjálfur

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 22. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Árnason er óvirkur fíkill og tekur því hlutverki alvarlega. Eftir að hafa barist fyrir bata í ellefu ár fagnar Simmi nú tíu ára edrúafmæli. Honum er mikið í mun að miðla þeim skilaboðum áfram til þeirra sem standa í svipuðu sporum, að það sé von og allir eigi möguleika á að bæta úr sínum málum. „Fyrir þá sem sjá ekkert bjart framundan vil ég segja að það er einmitt á þeim tímapunkti sem fólk á séns. Ég þurfti að komast á þann stað að skilja að sama hvort ég ætti efni eða ekki, pening eða húsaskjól, skipti ekki máli. Ég varð að finna örvæntinguna og fylgja leiðsögn þeirra sem náð hafa árangri. Alkahólismi var búinn að rassskella mig sundur og saman í tvo áratugi, niðurlægja mig á allan mögulegan hátt og gera mig að þeim manni sem ég ætlaði aldrei að verða.

Ég hef verið öllum megin við þennan sjúkdóm og upplifað allt sem hann hefur upp á að bjóða.

Það gekk mikið á á mínu heimili, mikið partí-stand, ofbeldi og vesen. Það sem skiptir máli er að komast frá því og leggja það ekki á sín börn, brjóta hringrásina. Ég hef verið makinn, eiginmaðurinn og meðuppalandinn og hlustað á lygarnar sem fíkillinn segir. Ég hef haldið í vonina og viljað gera allt til að þurfa ekki að horfa upp á eyðilegginguna sem fólk fer í gegnum og leggur á fjölskylduna sína, börnin sín. Ég hef líka fallið í meðvirkni en í dag veit ég að maður hefur ekki stjórn á gjörðum annarra. Af öllu því sem ég hef gengið í gegnum hefur mér reynst erfiðast að vera meðuppalandinn og horfa upp á börnin mín upplifa sama óöryggið og ég gerði sjálfur.

Þau eru að fara í gegnum sama sjálfsásökunarpakkann og ég gerði í þeirra sporum en á sama tíma get ég ekkert gert til að lina þeirra sársauka.

Mér er auðvitað mest í mun að börnin feti ekki sömu slóð og ég sjálfur því ég veit manna best hvað það er sem togar krakka í þessa átt. Lélegt sjálfsmat, kvíði, ótti og upplifunin að passa ekki inn í hópinn. Þetta eru tilfinningarnar sem krakkarnir eru að reyna að slökkva á og deyfa, rétt eins og ég gerði sjálfur á sínum tíma. Félagsskapurinn skiptir sköpum þegar komið er á unglingsárin og það að byggja upp sterka sjálfsmynd. Það er til lausn á fíknvandanum, sama hversu djúpt viðkomandi er sokkinn og sama hvað hann hefur klúðrað og misst. Það er alltaf leið út ef fólk vill hjálpina og er tilbúinn að leggja á sig vinnuna. Allir eiga séns og ég hef séð það í ótal andlitum á öðrum kraftaverkum sem ég hitti í hverri viku brosandi út af eyrum fulla af lífi og hamingju.”

Viðtalið í heild má lesa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“