fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Ásgeir Trausti og fegurðardrottningin Hugrún Egils byrjuð saman

Fókus
Mánudaginn 15. júlí 2019 15:36

Hugrún og Ásgeir. Mynd: Skjáskot af Instagram @hugrunegils

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti og fegurðardrottningin Hugrún Birta Egilsdóttir eru nýtt par. Hugrún birtir fallega mynd af skötuhjúunum á Instagram þar sem hún opinberar ráðahaginn, en myndin er tekin í ferð parsins út í Viðey.

https://www.instagram.com/p/Bz8KZ9KA857/

Ásgeir þarf vart að kynna en hann stimplaði sig rækilega inn í íslenska tónlistarsenu árið 2012 þegar að fyrsta plata hans, Dýrð í dauðaþögn, kom út. Ári síðar kom platan út á ensku og þá var ekki aftur snúið. Síðan þá hefur Ásgeir ferðast um heiminn og haldið tónleika fyrir dygga aðdáendur sem telja nú rúmlega 150 þúsund á Facebook og rúmlega 33 þúsund á Instagram.

Hugrún hefur einnig gert garðinn frægan, þó á öðrum vettvangi en nýi kærastinn. Hún tók þátt í Ungfrú Íslandi árið 2015 og í ár er hún meðal keppenda í Miss Universe Iceland. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana þar sem hún er systir Ingbjargar Egilsdóttur sem varð í öðru sæti í Ungfrú Íslands árið 2008 og fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur árið 2009. Þá var amma hennar fegurðardrottning Reykjavíkur árið 1959.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla