fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Justin Bieber sakaður um einelti og kvenfyrirlitningu – „Hreinn viðbjóður“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé eftir því að hafa unnið undir þínu nafni.“

Emma Portner

Þetta skrifar atvinnudansarinn Emma Portner í langri færslu sem birtist á Instagram-aðgangi hennar. Þarna vísar hún í söngvarann Justin Bieber og rifjar upp erfiða minningu þegar hún gegndi hlutverki danshöfundar á tónleikaferðalaginu hans, Purpose World Tour, árið 2016. Má geta þess að þetta er sama tónleikaferðalag og tilheyrði Íslandsheimsókn söngvarans á sínum tíma.

Portner vill meina að Bieber hafi verið með ósmekklegt viðhorf í garð kvenna á þessum tíma og sýndi það sig í framkomu hans við dansarana sína. Í færslunni talar hún um að hann hafi sýnt margs konar merki um einelti og niðurrif, auk þess að hún hafi „varla fengið greitt lágmarkslaun“ fyrir gríðarlega langa vinnudaga.

„Ég gaf þér minn tíma, líkama, mína hugmyndavinnu og mikla erfiðisvinnu. Tvisvar sinnum. Allt var þetta fyrir tónleikaferðalag sem skilaði þér inn milljónum á meðan ég græddi ekki neitt. Núll. Ég átti ekki efni á því að borða og hvernig þú kemur fram við konur er hreinn viðbjóður,“ skrifar hún.

Borinn saman við Chris Brown

Portner er gift leikkonunni Ellen Page og mjög opinská með samkynhneigð sína, en hún tekur fram að henni þyki það hreint móðgandi að Bieber styðji ekki LGBTQ-samfélagið. Söngvarinn er sagður vera hlynntur Biblíunni, sem að sögn margra samþykkir ekki samkynhneigt fólk. Þá bætir Portner við:

„Þú helgar þinni trú gagnvart kirkju sem samþykkir ekki LGBTQ+ fólk og þú ákveður að ráða opinskáa lesbíu til að hanna dansspor fyrir þig. Hvað finnst þér um þetta? Lesbía að HJÁLPA ÞÉR, fyrir skammarlega peningaupphæð, og síðan mætir þú til kirkju sem fordæmir tilvist mína?“

Portner hvetur þá netverja til þess að fylgjast grannt með Bieber með svipuðum hætti og tónlistarmanninum Chris Brown, en ofbeldis- og kynferðisbrot hans gegn konum er víða þekkt. Bieber hefur sjálfur komið Brown opinberlega til varnar og sagt að brotin skyggi fullmikið á hæfileika hans, að þurfi að endurmeta stöðuna í tilfelli Brown.

Í samhengi trúarinnar segir Portner að Bieber eigi ekki að láta hvítan, gagnkynhneigðan prest lita viðhorf hans gagnvart öðru fólki.
„Ég vona innilega að þú leitir þér upplýsinga utan þessarar biblíu þinnar. Þú hefur ótrúlega mikið vald. Hættu að lítillækka konur!“

Sjá má brot úr færslunni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“