fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanberg Halldórsson, liggur í dag flatur eftir að hafa farið tólf ferðir upp á Esjuna á innan við sólarhring og slegið þar með Íslandsmet í Esjugöngu.

Ferðirnar fór hann til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Hann segir í samtali við blaðamann að hann hefði aldrei náð markmiðinu ef ekki væri fyrir þann góða stuðning sem hann fékk.

Ferðunum lauk hann á 23 klukkustundum og 29 mínútum. Í heildina gekk hann rúmlega 86 kílómetra og brenndi ríflega 17 þúsund kaloríur.

Það sagði mér einhvern að þetta væri um vikuskammtur af kaloríum. Nú verður það bara pitsa í öll mál til að vinna þetta upp.

Svanberg auglýsti ætlunarverk sitt ekki mikið því hann óttaðist að honum tækist ekki að ljúka við áskorunina.

Það var ekki fyrr en ég var búinn að slá fyrra metið mitt, sjö ferðir, sem ég fór að hvetja fólk fyrir alvöru til að heita á mig.

Samfélagsmiðlar minntu Svanberg fyrir stuttu á það að fyrir 10 árum síðan gekk hann 7 ferðir á Esjuna og sló þar með Íslandsmet í slíkum ferðum á einum sólarhring. Það met hans stóð aðeins í tvær vikur og langaði honum því að gera um betur núna og halda metinu þá aðeins lengur. Hann vildi leggja meira undir og ákvað því að helga afrekið góðum málstað og varð Ljósið fyrir valinu.

Svanberg er að sögn enginn íþróttamaður, og viðurkennir að það hafi nú verið tiltölulega brjáluð hugmynd að setja sér þetta markmið. Þegar hann fór ferðirnar sjö fyrir 10 árum hafi hann hins vegar gengið reglulega á fjöll.

Fyrstu ferðirnar þá var hausinn alveg skýr, segir Svanberg. Þó hafi ástandið verið orðið allt annað þegar hann lagði í síðasta skiptið af stað niður Esjuna. Þá hafi verið freistandi að leggjast bara til svefns. Hvert einasta skref hafi verið átak.

Þegar hann fór tólftu og síðustu ferðina var Svanberg bugaður á líkama og sál. Hann kveðst aldrei hafa tekist ætlunarverkið ef ekki hefði verið fyrir öfluga stuðningsmenn sem stöppuðu í hann stálinu og hvöttu hann til dáða. Þetta hafi skipt sköpum og án þess hefði honum ekki tekist að ljúka síðustu ferðunum.

Alls gengu 11 aðilar með honum á Esjuna og kann hann þeim sínar allra bestu þakkir. Hann greinir frá því að Facebook að þarna á Esjunni hafi hann uppgötvað hvar hans mörk liggja.

Þarna liggja greinilega mín mörk, andlega og líkamlega, engin skömm í að viðurkenna það. Hefði ekki getað gengið eina ferð í viðbót þó það væri til að bjarga lífi mínu. Hvorki meira né minna en 11 manns gengu með mér í gær og guð minn góður hvað það hjálpaði mikið.

Svanberg mun ekki vera mikið á ferðinni það sem eftir lifir helgar. Í samtali við blaðamann sagðist hann liggja bara flatur og sjái fram á að gera það sama á morgun. Á Facebook greindi hann jafnframt frá því að hann gangi ekki í dag óstuddur, en hann sé þrátt fyrir það brosandi út að eyrum.

Í dag ligg ég rúmfastur með tvo helauma fætur sem öskra á mig hástöfum. Geng ekki um óstuddur, en það mun lagast fljótt. Ég ligg hérna brosandi út að eyrum með hátt undir fótunum og hugsa hlýlega til ykkar.

Þó að afrekinu sé lokið þá er söfnunin enn í fullum gangi og verður allt fram á þriðjudaginn næsta. Í kjölfarið verður öllu söfnunarfé ráðstafað til Ljóssins. 

Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikningsnúmer 323-13-169700 kt. 1811823429. 

En mun Svanberg endurtaka leikinn að nýju eftir tíu ár?

Veistu ég hef verið spurður af þessu áður, en nei ég hugsa að þetta sé bara komið gott.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“